Úrval - 01.02.1943, Side 89
ÚR HEIMI FRUMEINDANNA
87
seguls byrja kjarnarnir að
hreyfast í hringi. Hraðinn vex
stöðugt og hringirnir stækka og
að lokum fara þeir á ofsalegri
ferð út um rifu á tækinu, dynja
þar eins og skothríð á efni því,
sem þar er fyrir. Við þessa skot-
hríð breytist bygging frumeinda
efnisins.
Það eru til 30 til 40 cyclotron-
ar í heiminum og eru flestir
þeirra í Bandaríkjunum. Sá
stærsti, sem er í eign dr.
Lawrence vegur 225 smálestir
og hefir 15.000.000 volta spennu.
Nýr cyclotron er í smíðum
handa dr. Lawrence — í bygg-
ingu, sem er 90 feta há — og á
hann að vera fullsmíðaður eftir
eitt eða tvö ár. Hraði kjarn-
anna á að verða 90.000 km. á
sekúndu. Múrsteinn mundi
bráðna fyrir þeim eins og tólg.
Á meðan þessi skothríð raf-
eindanna fer fram, á sér stað
næstum því ótrúleg breyting í
efni því, sem verður fyrir skot-
hríðinni. Sumar frumeindir
járns breytast t. d. í cobalt og
manganese. Aðrar halda áfram
að vera járn, en hafa öðlast hina
dásamlegu geislamagnandi eig-
inleika radíums, þ. e. a. s. þær
gefa frá sér sams konar geisla
og radíum.
Flest önnur efni geta á sama
hátt öðlast þennan eiginleika,
Áhrifin eru þó ekki langvarandi
eins og í radíum. En úr einni
tegund efnisins sodium mun
cyclotroninn, sem nú er í smíð-
um geta á fáum mínútum fram-
leitt geislamagnað sodium, er að
styrkleika jafngildir öllu því
radium, sem nú er til í heimin-
um. Ef byggðir væru þannig
nokkrir cyclotronar á víð og
dreif um Bandaríkin, mundu
þeir geta framleitt geislamögn-
uð efni á mjög ódýran hátt
handa öllum sjúkrahúsum
landsins.
Þessi geislamögnuðu efni, sem
þannig eru framleidd í cyclo-
troninum, hafa auk þess hvert á
sinn hátt mjög þýðingarmikla
eiginleika, sem radium hefir
ekki. Því að auk þess, sem þau
gefa frá sér geisla, hafa þau að
öllu leyti sömu eiginleika og þau
höfðu áður en þau urðu geisla-
mögnuð. Ef sjúkling er til
dæmis gefið geislamagnað kal-
cium, þá meltir hann það og nýt-
ir alveg eins og ógeislamagnað
calcium.
Þetta er svo þýðingarmikið
atriði fyrir læknavísindin, að
læknar telja, að cyclotroninn sé
dásamlegasta lækningatækið,