Úrval - 01.02.1943, Side 91
ÚR HEIMI FRUMEINDANNA
89
það komið út í mjólkina innan
tíu mínútna. Það er með öðrum
orðum hægt að gefa kú það mik-
ið af járni, að ungbarn fái með
mjólkinni allt það járn, sem það
þarfnast. Geislamagnað calcium
hefir verið notað til að mæla
calcium-forðann í beinum og
tönnum. Með þessari aðferð
hafa menn komizt að þeirri nið-
urstöðu, að fullvaxin tönn held-
ur áfram að taka til sín calcium,
og er það þveröfugt við það,
sem menn ætluðu áður. Með
geislamögnuðu yttrium má
finna galla djúpt inni í málmi,
og er það í þessu efni jafnvel
enn betra en radium. Þessa að-
ferð má nota við plöntur og
komast á þann hátt að raun um,
hvar og hvernig þær nýta fæð-
una.
Cyclotroninn er líka eitt af
þýðingarmestu tækjum, sem
vísindamenn hafa við tilraunir
sínar til að leysa úr læðingi og
hagnýta hina geysimiklu orku,
sem bundin er í frumeindinni. I
fjórum kílógrömmum af urani-
um er bundin jafn mikil frum-
eindaorka og í 6300 smálestum
af kolum. Ef hægt væri að nýta
frumeindaorkuna úr einum pela
af vatni, mundi það sennilega
nægja til að knýja risaskipið
Normandie þvert yfir Atlants-
hafið, fram og aftur.
Við frumeindasprengingar eru
hægfara neindir notaðar til að
skjóta á uranium-frumeindir.
Fræðilega skoðað eiga að losna
úr læðingi mikill fjöldi af hæg-
fara neindum, ef skothríðin í
cyclotroninum er nægilega öfl-
ug, sem svo aftur dynja á ur-
anium-frumeindunum og þannig
gengur það fyrir sér í sífellu.
Þetta á sér líka stað í reynd-
inni, þótt að mjög takmörkuðu
leyti sé. 1 hvert skipti, sem þetta
skeður, losna 175.000.000 volta
úr læðingi.
Yður furðar nú kannske á,
hvernig vísindamennirnir geti
stöðvað þessa ,,orkuleysingu“,
þegar hún er á annað borð kom-
in af stað, áður en jörðin er öll
„rakin í sundur“. Skýringin á
því er einföld. Þegar uranium-
frumeindirnar leysast í sundur,
hitna þær. Þegar þær hitna, vex
hraði neindanna og því meir,
sem hitinn verður meiri. En því
meiri sem hraði neindanna verð-
ur, þeim mun minni verður geta
þeirra til að leysa í sundur ur-
anium-frumeindina. — Leysing
frumeindaorkunnar úr læðingi
stöðvar sig þannig sjálf. —
Að minnsta kosti gera vísinda-