Úrval - 01.02.1943, Page 92
90
ÚRVAL
mennirnir sér góðar vonir um
það.
Eðlisfræðingar gera sér líka
vonir um að geta með tíman-
um búið til gerfiefni í stað nátt-
úrlegra efna — ekki eftir .þeim
venjulegu leiðum efnafræðinnar,
sem til þessa hafa tíðkast, held-
ur méð því að breyta frumeind-
unum.
Sagnfræðingar framtíðarinn-
ar munu ef til vill telja, að þeir
vísindamenn, sem nú vinna að
frumeindarannsóknum, hafi átt
meiri þátt í að færa út svið
mannlegrar þekkingar og unnið
mannkyninu meira gagn en
nokkrir aðrir. Þó því aðeins, að
mennirnir noti hana ekki í gæfu-
leysi sínu til að tortíma sjálfum
sér í síðustu og ægilegustu
styrjöld allra tíma.
♦ ♦♦
Hefnd þvottakonunnar.
Maður, sem hafði trassað að borga þjónustu sinni, fann miða
með svofelldri áletrun í þvottinum sínum:
.„Herra minn! þér skuldið mér 40 krónur fyrir fjóra mánuði.
Ef þér verðið ekki búinn að borga það allt áður en ég þvæ næst,
þá stífa ég flibbana yðar grjótharða.
Virðingarfyllst, Anna.“
☆
Er annars nokkuð hlægilegt við þetta?
Frú ein hélt glæsilega garðveizlu fyrir 500 strúta á strönd
Kaliforníu. Þegar veizlan skyldi hefjast, voru 499 strútar komn-
ir, en einn vantaði. Hinir 499 blygðuðust sín svo fyrir ókurteisi
þess, sem ókominn var, að þeir stungu allir höfðunum í sand-
inn. Rétt í því kom sá fimmhundraðasti hlaupandi, leit í kring-
um sig og sagði: „Hvar eru allir hinir?"
J. C. Furnas í „Esquire".
☆
Tríiarvissa.
Negraprestur var að prédika og hóf ræðu sína á þessa leið:
„Bræður mínir og systur. Við erum hér saman komin til að biðja
guð um regn. En áður en við byrjum, langar mig til að leggja
fyrir ykkur eina spurningu: — Hvar eru regnhlífarnar ykkar?"