Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 94
92
tJHVAL
og ánægðir með því að stunda
líkamsæfingar. Hann hefir svo
mikla trú á líkamsæfingum, að
hann er stöðugt að þjálfa
vöðva sína. Að jafnaði hefir
hann nokkra nagla í vas-
anum, til þess að geta brotið þá
milii fingra sér, meðan hann er
á gangi á götunum. Einhvers
staðar ber hann líka á sér fleina,
eins og notaðir eru til að festa
járnbrautarteina, og þá keng-
beygir hann, ef hið minnsta
tækifæri gefst til þess.
Atlas kemur oft fram í
íþróttafélögum, drengjafélögum
og herbúðum, þar sem hann
sýnir krafta sína ókeypis og
heldur stutta fyrirlestra um
heilsuvernd. Til þess að sanna,
að hann hafði farið vel með
líkama sinn og til að auglýsa
nýja tegund af kúlulegum, dró
hann einu sinni 145.000 punda
járnbrautarvagn, sem sex menn
höfðu reynt að færa úr stað en
ekki tekizt. Öðru sinni synti
hann um höfnina í New York
og dró á eftir sér bát, sem var
fullur af vinum hans, og kallaði
til þeirra, þegar þeir komu að
einhverjum stað, sem vert var
að veita sérstaka athygli. Þetta
gerði hann til að leysa deilumál.
Fyrir eigi löngu síðan fór hann
til Sing Sing og skemmti föng-
unum með því að brjóta járn-
rimla með höndunum einum.
Nokkrir fanganna óskuðu eftir
að gerast þátttakendur í bréf-
legu kraftaaukningarnámskeiði
hjá honum, en hann vildi ekki
leyfa þeim það. ,,Það hefði getað
haft í för með sér meiri háttar
,,útbrot“ úr fangelsinu,“ sagði
hann.
Fyrir tuttugu árum lýsti
tímaritið „Physical Culture“
yfir því, að Charles Atlas væri
bezt vaxni maðurinn í heimi.
Hann er nú orðinn 48 ára gam-
all, en þrátt fyrir það eru þeir,
sem kunna skil á vöðvum og
byggingu þeirra, fullir aðdáunar
á honum, Hann hefir gætt þess
vandlega, að efla ekki vöðva
sína fram úr hófi, svo að hvergi
sjást á þeim hnútar. Yfirborð
líkama hans er með hinum sömu
bogadregnu línum og lágir sand-
hólar. Flann er ekki stór maður,
178 sentímetrar á hæð og veg-
ur 180 pund. Brjóstmál hans er
hins vegar 237,5 sentímetrar og
upphandleggur hans er 42,5
sentímetrar í ummál. Brjóstmál
Joe Louis, heimsmeistara í
hnefaleik, er hins vegar aðeins
202,5 sentimetrar og upphand-
leggur hans ekki nema 35 sentí-