Úrval - 01.02.1943, Side 96
94
ÚRVAL
heima, í skólanum eða í leikfimi-
húsinu. Það var aldrei neitt
langvarandi vopnahlé í baráttu
Sicilianos við Siciliano.
Þegar hann var orðinn 19 ára
gamall, var hann orðinn svo
vöðvamikill, að aðrir drengir
horfðu á hann með lotningu.
Dag nokkurn sagði einn þeirra:
„Svei mér þá, ef Angelo er
ekki líkur þessari Atlas-styttu
þarna á horninu." Það var á
þenna hátt sem Atlas fékk nafn
það, sem hann ber í dag —
beint úr goðafræði Brooklyn-
hverfisins.
Þegar Atlas hafði lokið
menntaskólanámi fékk hann
vinnu í skemmtistaðnum Coney
Island.Var hann jöfnum höndum
dyravörður og aflraunamaður,
en vikulaunin námu fimm doll-
urum. Einn daginn var ungur
listamaður meðal áhorfenda.
Hann horfði með aðdáun á það,
hvernig vöðvar Atlas léku undir
hörundinu, þegar hann lyfti
manni með hvorri hendi, reif
fáeinar símaskrár í tvennt og
rétti upp nokkrar skeifur. Hann
spurði Atlas, hvort hann mundi
hafa hug á að verða fyrirmynd
listamanna, og kynnti hann síð-
ar fyrir frú Whitney og mörg-
um öðrum myndhöggvurum.
Atlas varð fljótlega ein af
eftirsóttustu fyrirmyndum með-
al karlmanna og vann sér inn
100 dollara á viku í nokkur ár_
Nú er svo komið, að hann sér
sjálfan sig, allan eða að ein-
hverju leyti, hvar sem hann fer.
1 New York er hann t. d. til
sýnis sem Georg Washington á
W ashingtontorgi.
Eftir að hann vann MacFad-
den-samkeppnina („Physicaí
Culture“) gerði hann það sam-
kvæmt áskorun vina sinna í hópi
listamanna, að skipuleggja nám-
skeið í líkamsþroskun og jafn-
framt stofnaði hann bréfskrift-
arkennslu í því. Síðan hefir
hann breytt kennsluaðferðum
sínum mjög lítið. „Þær voru
réttar strax í byrjun,“ segir
hann. Aðalatriðið er strangar
æfingar, en hófsemi á öllum öðr-
um sviðum. Fyrsta æfingin er
að anda djúpt, til að styrkja
brjóstið að innan og síðan koma
æfingar til að styrkja það að
utan. Sú fyrsta þeirra er að
leggja hendurnar á tvo stóla og
lyfta síðan líkamanum og láta
hann síga til skiptist, unz maður
fer að mæðast.
Æfingarnar til að tefla ein-
um vöðva fram gegn öðrum
hefjast á því, að maður setur