Úrval - 01.02.1943, Qupperneq 104
102
ÚRVAL
allt fylltist ég meðaumkun að
sjá konunginn yfirbugaðan. Ég.
reyndi að snara hann, en hann
beit kaðalinn sundur. Þá tókum
við það ráð, að fleygja spýtu
til hans og snöruðum hann svo
áður en hann hafði sleppt henni
úr kjaftinum. Eftir að við höfð-
um bundið fætur hans, lét hann
ekkert á sér bæra. Við Billy
Allen áttum fullt í fangi með að
leggja hann yfir hnakkinn minn.
Hann vóg hundrað og fimmtíu
pund.
Heima á búinu tjóðraði ég
hann með sterkri keðju og leysti
af honum böndin. Ég lét kjöt og
vatn til hans, en hann snerti það
ekki. Hann hreyfði sig ekki, þótt
ég kæmi við hann, en starði án
afláts út á sléttuna — á ríki
sitt, þar sem hann hafði í lang-
an tíma verið á veiðum og hrós-
að sigri. Þannig lá hann til
sólarlags.
Það er sagt, að ljón rænt
styrk sínum, örn sviftur frelsinu
og dúfa maka sínum deyi úr
sorg. Hver veit, hvort þessi
grimmi ræningi gat afborið
missi alls þessa? Ég veit það
eitt, að næsta morgun lá hann £
sömu stellingum. Líkami hans
var ósærður, en sálin horfin. —
Konungur úlfanna var dauður.
Einn kúrekanna hjálpaði mér
að bera hann inn í skúrinn, þar
sem leyfar Blöncu lágu. Þegar
við lögðum Lóbó við hliðina á
henni sagði kúrekinn: „Hana,
þú vildir komast til hennar; nú
eruð þið saman aftur.“
Eítir fæðingima.
Móðirin opnaði augun. Hún var enn máttfarin og rugluð eftir
fæðingu frumburðarins. „Hvað heitir barnið?“ spurði hún veik-
um rómi manninn sinn, sem stóð eins og í leiðslu við rúmstokk-
inn. „Ég veit það ekki, elskan mín. Ég hefi ekki spurt að því,“
hvíslaði hann.
gTÓRKOSTLEGASTA DAUÐADÓM, sem um getur, undirskrif-
aði Filippus II. Spánarkonungur í febrúar 1568. Hann dæmdi
alla íbúa Niðurlanda — 3.000.000 manna — til dauða fyrir
villutrú. Freling Foster í „Collier’s".