Úrval - 01.02.1943, Síða 114
112
TjRVAL
sér. Þangað lá vegurinn beina
leið, en þaðan myndi hinum For-
dæmdu verða dreift um allar
jarðir. En það hlaut að vera
undarleg tilhugsun, að verða að
byrja á ný, án þess að eiga
nokkuð annað en garmana utan
á sig og fátæklega smámuni,
sem hægt var að koma fyrir á
handvagni. Skyndilega datt hon-
um í hug, án þess að hann gæti
við það ráðið: — Það hlýtur að
vera þrekmikið fólk, sem getur
þolað annað eins og þetta, án
þess að láta bugast. En svona
mátti hann ekki hugsa. Þetta
var Fordæmda þjóðin.
Hann andvarpaði og fór aftur
að hugsa um skyldustörf sín.
Það var hrein furða, að jafnvel
á þriðja degi skyldi vera önnur
eins regla á öllu, önnur eins ná-
kvæmni. Hann mátti vera
hreykinn yfir því og minnast
þess lengi. Vafalaust myndi
Leiðtoginn geta þess í ræðu.
Þeir, sem nú komu, voru síð-
ustu eftirlegukindurnar, þeir,
sem mest voru veikburða, en
þeir voru reknir áfram miskunn-
arlaust, eins og heilbrigðir væru.
Rykið lægði smátt og smátt.
Hann var nærri búinn að
gleyma því, hvenær hann hafði
borðið síðast. En það skipti
engu, því að sól var að setjast,
rauð og glóandi. Eftir klukku-
tíma yrði öllu lokið — hann gat
hvílt sig, hneppt frá sér krag-
anum og drukkið bjór. Nú sást
enginn á veginum lengur — alls
enginn. Hann stóð stöðugur á
verði, sönn ímynd yfirmanns, að
vísu dálítið rykugur — en hann
fann, að augnalokin voru að
síga saman. Enginn sást á veg-
inum — enginn í fimm mínútur
— átta — tíu.
Hann vaknaði af dvalanum
við að heyra rödd Franz við
eyra sér — hann hlaut að hafa
sofnað standandi. Hann hafði
heyrt, að slíkt kæmi stundum
fyrir hermenn á göngu — og
hann var dálítið hreykinn yfir
því, að þetta skyldi hafa komið
fyrir hann. En nú virtist eitt-
hvað vera á seyði úti á vegin-
um. Hann gekk hægt í áttina
þangað og reyndi að ræskja sig.
Þetta var venjulegur atburð-
ur, og hann hafði séð margt
svipað þessu síðustu þrjá dag-
ana — miðaldra maður, ung
kona, og auðvitað barn í fang-
inu á henni. Það þurfti ekki að
fara í neinar grafgötur um ætt-
areinkenni karlmannsins, svip-
urinn sagði til sín og andlits-
Framh. á bls. 126.