Úrval - 01.02.1943, Blaðsíða 116
SÍMON BOLIVAR
OUNNUDAG einn árið 1805
^ gengu tveir menn upp á hæð
þá við Rórnaborg, sem nefnd er
Fjallið helga. Annar þeirra,
grannvaxinn, ungur maður,
starði dökkum augum í hrifn-
ingu á borgina eilífu, sem blasti
við fyrir fótum þeirra. Hinn
var eldri, fremur tötralega til
fara; sítt hár hans ýfðist í vind-
inum. Öðru hvoru las hinn síðar-
nefndi upphátt úr ,,Emile“ eftir
Rousseau, ,,Mannréttindum“eft-
ir Paine, og úr ritum Voltaires.
Hann talaði og um hina horfnu
dýrð Rómar, um hinar göfugu
tilraunir til lýðveldisstjórnar-
fars, er reyndar hefðu verið þar.
Loks, þegar komið var að sól-
setri og aftanroðinn lék um þá,
féll ungi maðurinn á kné, „vot-
eygður og rjóður af hrifningu“,
og sagði: ,,Ég sver það við guð
feðra minna og við ættland mitt,
að hendur mínar skulu ekki
þreytast né sál mín hvílast, fyrr
en ég hefi brotið hlekkina, sem
fjötra okkur við Spán!“
Og upp frá þessari stundu var
allt líf hans helgað efndum
þessa eiðs. —
Simon José Antonio de la
Santisima Trinidad Bolivar y
Palacio var borinn og barnfædd-
ur í Caracas, Venezuela, yngsta
barn einnar auðugustu fjöl-
skyldu landsins. Förunautur
hans þenna dag var kennari
hans gamall, Simon Rodriguez.
Bolivar var nú 23 ára. Seytján
ára ganaall hafði hann verið
sendur til Spánar, til þess að
öðlast þá menntun, er í þann
tíma var talin hæfa stétt hans.
í þrjú ár lifði hann óhófslífi í
Madrid, París og London. Hann
varð eftirsóttur við hirðina og
meðal heldra fólks, vegna glæsi-
mennsku sinnar og gáfna. Hann
var frábær skylmingamaður,
dansaði ágætlega, hestamaður
mikill og óð í peningum. Menn
kölluðu hann Bolivar prins.
Lundúnabúar stældu klæðaburð
hans, og í París komust í tízku
svonefndir ,,Bolivar-hattar“.
En þessi þáttur lífs hans fékk
skjótan endi. Hann varð ást-
fanginn af stúlku, sem hét
María Teresa del Toro, og þau
giftust. Hún var fögur, en veik-
byggð, og eins og Bolivar sagði