Úrval - 01.02.1943, Side 132
Til lesendanna - og fró þeim.
S VO raá heita, að í öðru hvoru bréfi, sem Úrvali berst,
? séu kvartanir undan því, að tvö fyrstu heftin skuli vera
ófáanleg. Við þessu var ekki séð í upphafi og má það ef til
vill teljast lítið sjálfstraust. öll þessi bréf hafa nú hins
vegar gefið oss kjark til að ráðast í það, sem líklega mun
einsdæmi í sögu íslenzkra tímarita: að endurprenta bæði
þessi hefti.
Fæstum mun ljóst, hvað í er ráðist með slíkri endur-
prentun. Þó að gert sé ráð fyrir, að allir þeir, sem tjáð
hafa sig vanta þessi hefti, keyptu þau, er það ekki nema
lítið brot af því, sem seljast þarf til þess að vit sé að
ráðast í að endurprenta þau. Gera má einnið ráð fyrir, að
ýmsir muni ekki hafa athugað, að endurprentunin hlaut
að verða miklu dýrari en fyrsta útgáfa.
Frá því að Úrval hóf göngu sína hefir prentunarkostnað-
ur meira en tvöfaldast. Auk þess er upplag endurprentun-
arinnar vitanlega miklum mun minna en fyrstu útgáfu og
leiðir af því, að kostnaður við hvert hefti verður tiltölu-
lega meiri. Af þessum og fleiri ástæðum sjáum vér oss
ekki fært að selja heftið á minna en 10 krónur.
Þeim, sem þegar hafa pantað hjá oss þessi hefti, viljum
vér góðfúslega benda á, að vegna þessa verðmunar, mun-
um vér ekki senda þeim heftin, nema þeir ítreki pöntun
sína. Eitthvað mun verða sent til bóksala, en þó eru þeir
einnig beðnir að senda pantanir, ef þeir óska eftir að fá
heftin til sölu.
I TRVALI hafa borizt fimm
bréf, þar sem mælst er tU,
a5 það birti greinar úr anska
tímaritinu „Health and Effici-
ency“. 1 þeim heftum, sem vér
höfum iesið, fundum vér ekkert,
sem telja verður, að eigi erindi
til íslenzkra lesenda. Timaritið
er málgagn hinnar svonefndu
nektarhreyfingar í Englandi* og
Framhald innnn & kApuiuii.
STKINDÓR3PRENT H. F.