Víðförli - 01.06.1950, Page 71
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
69
ust með nokkrum hætti fram í byrjun 19. aldar. Menn undu illa
Steinsbiblíu, þó síður vegna málspjallanna í sjálfum sér en hins,
að orðalagsfrávikin voru víða svo gjörsamleg frá því, sem þeir
höfðu lært af eldri Biblíunum, að þeir gátu ekki meðtekið þetta
sem hið sanna guðsorð. Vegna þessa — og hás verðlags — gekk
Steinsbiblía svo treglega út, að erfingjar biskups eru sagðir hafa
skipt mörgum eintökum hennar á milli sín sem umbúðapappír,
og enn er býsna mikið til af henni. Og af sömu sökum hurfu
menn næst að því að endurprenta Þorláksbiblíu.
VII.
Þrjár fyrstu biblíuútgáfurnar, sem nú hefur verið getið, voru
allar prentaðar á Hólum í Hjaltadal. En tvær næstu prentanirnar
voru gerðar í Kaupmannahöfn og fór nú mjög hrakandi að ytri
útgerð.
Fjórða útgáfan er frá 1747, svokölluð Vajsenhússbiblía, „prent-
uð í Kaupmannahöfn í því konunglega Wáysen-Húsi og með þess
tilkostnaði“, eins og stendur á titilblaðinu. En Vajsenhús voru
niunaðarleysingjahæli, og Vajsenbúsinu í Kaupmannahöfn •—•
sem var 20 ára, þegar Biblía þessi kom út — var einmitt að miklu
leyti haldið uppi með tekjum af guðsorðaútgáfum þess. Vajsen-
hússbiblía var gefin út að undirlagi Ludvigs Harboes, sem þá var
orðinn biskup í Niðarósi, og undir umsjá Jóns Þorkelssonar fyrr-
um Skálholtsrektors. Hún var að mestu prentuð eftir Þorláks-
biblíu, og þar með voru formálar Lúters aftur upp teknir, en
eru hér birtir í síðasta sinn í íslenzkri Biblíu. Nýja testamentið
var og prentað sérstaklega 1746 og aftur 1750 (2000 eintök).
Hafa þessar þrjár útgáfur Vajsenbússins mjög bætt í bráð úr
þeim mikla skorli, sem lengstum hafði verið til þessa á ritning-
unni, enda höfðu eldri Biblíurnar verið feikidýrar, Guðbrands-
og Þorláksbiblía kostað 8—12 ríkisdali, þ. e. 2—3 kýrverð, og
Steinsbiblía 7 ríkisdali; en Vajsenhússbiblía, sem var að vísu
miklu fátæklegri að ytra búnaði en Steinsbiblía hafði verið,
kostaði 1—2 y2 ríkisdal og var prentuð í 1000 eintökum; og svo var