Víðförli - 01.06.1950, Page 71

Víðförli - 01.06.1950, Page 71
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 69 ust með nokkrum hætti fram í byrjun 19. aldar. Menn undu illa Steinsbiblíu, þó síður vegna málspjallanna í sjálfum sér en hins, að orðalagsfrávikin voru víða svo gjörsamleg frá því, sem þeir höfðu lært af eldri Biblíunum, að þeir gátu ekki meðtekið þetta sem hið sanna guðsorð. Vegna þessa — og hás verðlags — gekk Steinsbiblía svo treglega út, að erfingjar biskups eru sagðir hafa skipt mörgum eintökum hennar á milli sín sem umbúðapappír, og enn er býsna mikið til af henni. Og af sömu sökum hurfu menn næst að því að endurprenta Þorláksbiblíu. VII. Þrjár fyrstu biblíuútgáfurnar, sem nú hefur verið getið, voru allar prentaðar á Hólum í Hjaltadal. En tvær næstu prentanirnar voru gerðar í Kaupmannahöfn og fór nú mjög hrakandi að ytri útgerð. Fjórða útgáfan er frá 1747, svokölluð Vajsenhússbiblía, „prent- uð í Kaupmannahöfn í því konunglega Wáysen-Húsi og með þess tilkostnaði“, eins og stendur á titilblaðinu. En Vajsenhús voru niunaðarleysingjahæli, og Vajsenbúsinu í Kaupmannahöfn •—• sem var 20 ára, þegar Biblía þessi kom út — var einmitt að miklu leyti haldið uppi með tekjum af guðsorðaútgáfum þess. Vajsen- hússbiblía var gefin út að undirlagi Ludvigs Harboes, sem þá var orðinn biskup í Niðarósi, og undir umsjá Jóns Þorkelssonar fyrr- um Skálholtsrektors. Hún var að mestu prentuð eftir Þorláks- biblíu, og þar með voru formálar Lúters aftur upp teknir, en eru hér birtir í síðasta sinn í íslenzkri Biblíu. Nýja testamentið var og prentað sérstaklega 1746 og aftur 1750 (2000 eintök). Hafa þessar þrjár útgáfur Vajsenbússins mjög bætt í bráð úr þeim mikla skorli, sem lengstum hafði verið til þessa á ritning- unni, enda höfðu eldri Biblíurnar verið feikidýrar, Guðbrands- og Þorláksbiblía kostað 8—12 ríkisdali, þ. e. 2—3 kýrverð, og Steinsbiblía 7 ríkisdali; en Vajsenhússbiblía, sem var að vísu miklu fátæklegri að ytra búnaði en Steinsbiblía hafði verið, kostaði 1—2 y2 ríkisdal og var prentuð í 1000 eintökum; og svo var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.