Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 120

Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 120
118 VÍÐFÖRLI var fólginn í gleði hans yfir þvi að sjá unga menn mannast og stuðla að því. Þegar nemendur leituðu til hans, fékkst hann ekki um þó fjárhagur þeirra væri naumur. Til dæmis um það eru þessi viðskipti hans við undir- ritaðan. Ég kom til hans á engjaslætti þar sem hann var að slá fjarri bæ. Bað ég hann um að kenna mér og beið óttasleginn svarsins. Hann studdist við orfið og horfði niður andartak, síðan lítur hann til veðurs og því næst á mig og segir: „Ég kannast við yður, þykir alltaf gaman að kenna, og ég skal taka við yöur í vetur.“ Þá gaf ég þá skýringu, að ég hefði ekki fjár- ráð til að vera heilan vetur við nám og tjáði honum fármagn mitt. Þó sagði hann með þeim einkennilegu græðandi töfrum, sem hann réði yfir er hann fckkst við smælingja: „Það gerir ekkert til, þér verðið hjá mér í vetur, ég veit af eigin raun hvað það er að stunda nám félaus." Síðan fór hann að slá, en ég kvaddi og fór. Mun samtal okkar ekki hafa tekið meira en tvær mínútur. Næsta vetur var ég hjá honum, lengst af einn nemenda. Naut ég þá ekki aðeins kennslu hans heldur og félagsskapar. Þar var gott að vera. Þegar veturinn var liðinn, þótti sr. Guðmundi ekki nóg aögert. lagði hann nú námsplan mitt, gerði fjárhagsáætlun og lagði á ráð um fjár- öflun. Þannig fylgdist hann með mér beint eða óheint öll námsárin. Kunn- ugt er mér um að þetta er ekkert einsdæmi um viðureign hans við nem- endur sína. En hve mörgum hann hefur þannig liðsinnt veit enginn, því hann gat aldrei um slíkt, það var líkast því að hann vissi það allra manna sízt. Margt mætti af höfðingslund hans segja, en hér skal aðeins eins getið. Næsti nágranni hans var uppgangsmaður mikiil. Lönd þeirra lágu saraan án þess að nokkur farartálmi greindi þau að. Fé nágrannans leitaði mjög í land prests. Nú er smalað á prestssetrinu og kom nágranninn þar til að hirða sitt. Réttin var þvi nær full, en af öllu þessu fé átti prestur aðeins fáar kindur, hitt var frá nágrannanum. Nágranni þessi, sem var óágengur sómamaður, lét í ljós að hann hefði skapraun af þessurn strekkingi fjárins. Þá segir prestur: „Vertu ekki að fóst um þetta, þakkaðu bara fyrir að eiga svona margt.“ Margt þessu líkt munu nágrannar hans geta sagt af viðskiptum sínum við hann. Það var áreiðanlega ekki út í hláinn sagt sem einn þeirra lét um mælt fyrir nokkru. Hann sagði: „Það gerir mann að hetra manni að vera í nágrenni við síra Guðmund.“ Gestrisni hans var blátt áfram konungleg. Þar var allt hið bezta í té látið og á hinn þægilegasta hátt og enginn mannamunur gerður. í því efni verður ekki lengra komist á voru landi. Síra Guðmundur var fæddur foringi, enda var hann alls staðar í for- ingjastöðu. Á Snæfellsnesi var hann prófastur frá 1916 til 1923, og aftur í Árnesþingi frá 1942 til dauðadags. Alls staðar var hann í stjórnum félaga, ef ekki formaður, og í fjölda nefnda. Hann ritaði fjölda blaðagreina um kirkjumál og guðfræði. Hin síðustu ár lagði hann sig nokkuð eftir píramídafræðum og rannsakaði í því sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.