Skírnir - 01.01.1870, Page 9
INXGANNGUR.
9
í september hjeldu „friðarvinir“ fund í Lausanne (á Svisslandi),
og fóru ]?ar ummæli og ályktargreinir sem aS vanda, jiegar Jeir
menn koma saman. f>eir höfSu gert Yiktor Hugo1 aS heiSursfor-
seta fundarins, og var honnm sú viröing því heldur samboðin,
sem fæstir eru færari til en hann, a8 kveSa svo upp skapadóm
yfir enni fornu skipan þjóSlífsins og ríkjanna, sem J>eim mönnum
pykir hlýSa. Geip og gífurmæli eru aldri spöruS á þeim fund-
um, og fjelli þaS allt fyrir orSunum einum, er hjer eru reidd
aS ræSuvopnin, gæfi mönnum heldur aS líta sviplegt heimshrun,
en nýjan skapnaS, er aS eins getur orSiS til meS langvinnum
undirhúningi þjóSanna og kappsmunum. í jþakkarskyni ritaSi V.
Hugo fundarmönnum ávarpsbrjef, og var hann par svo stórtækur
í öllu , sem hann á vanda til. í byrjun brjefsins komst hann svo
aS orSi: „samþcgnar bandaríkja NorSurálfunnar! LeyfiS mjer aS
kalla ySur þessu nafni, jþví þjóSvaldssamband NorSurálfuríkja er
þegar reist á stofn í hugsjón ySar og fyrir þann rjett, er þaS
helgar. J>aS bíSur nú aS eins upphafs síns í sögu þjóSanna.
J>jer eruS til, og um leiS er til samband J>jóSvaldsríkja“, og svo
frv. Beinustu ráS til þess aS stemma stiga fyrir styrjöld og
ófriSi segir hann þaS sje, aS taka af öll ríkjatakmörk (örSugra
aS framkvæma en um aS tala!), því þau sje í eSli sínu ekki
annaS en höpt á frelsi, viSskiptum og samruna þjóSanna, en verSi
*) Hann er einn af frægustu skáldum Frakka, og heflr verið útlagi Napó-
leons keisara, síðan bann steypti þjdðvaldinu (1851) og brauzt til
tignar. Um þann atburð ritaði V. Hugo í bók, er heitir „Napdleon
hinn litli”, og lýsir öllu svo íburðarmikið, með svo miklum flaumi og
forsi, að saga hans likist incir flmhulmælum og skáldýkjum, en sögu-
legri frásögn. Keisarinn verður hjer að einskonar illum anda myrkr-
anna, er lengi heflr verifc að magnast, unz honum tekst með her-
sveitum sínum að brjóta niður ríki Ijóssins og sannleikans. Allt er
ráðið með launung og undirhyggju, en síðan barið fram með níðings-
skap og ofbcldi. Af lýsingunni sjálfri er hægt að sjá , að Nap. þriðji
er ekki það smámcnni, er V. H. ætlaði að gera úr honum — eða, að
hann er meira en uaþi” i búningi Nap. fyrsta — því bæði sýnir hún,
hve litlir þeir urðu allir fyrir honum í vöfunum , er ætluðu að halda
uppi þjóðveldinu, og játar á hinn bóginn, að hann kunni at setja ráð
sín n>eð fádæma fyrirhyggju, og fylgja þeim svo fram með óbilugum
kjark og fastræði.