Skírnir - 01.01.1870, Page 16
16
INNGANGCB.
þegar sögur byrjuíu, t. d. hreindýrum og nashyrningum, og jafnvel
þeim (t. d. mammútsdýrinu), er menn telja til frumaldra jarSar-
innar (þ. e. þeirra, er hafa veriS á undan enum síSustu jarSbylt-
ingum). AS hiS eldra steinaldarfólk hafi veriö mannætur, þykir
full-ljóst orSiS af beinadyngjum, þar sem dýrabein og manna liggja
saman, allir leggir og hnútur eru brotnir til mergjar, og bruna-
litur á sumu af steikarglóSunum. þetta er því líklegra, sem svo
margar frásagnir frá fornöld tala um mannætur (t. d. jötnana);
og hinn heilagi Hieronymus segist hafa sjeS i Gallíu menn frá
Brittanníu, er hafi lagt sjer til munns mannakjöt (á fjórSu öld).
Sumum þótti efi á, aS steinaldarfólkiS í Danmörku hefSi haft sjer
maunakjöt til fæSis, en Vorsaae skýrSi frá beinadyngju, þar sem
mannabeinin báru lík merki á sjer og í enum sySri löndum, og aS
minnsta kosti mundi þar hafa fariS fram mannblót eSa mannfórnar-
veizla, er sú dyngja er fundin. Hinsvegar þykir til víss vitaS,
aS steinaldarbyggÖin á NorSurlöndum er miklu seinni en í enum
sySri, aÖ hún er komin aS sunnan, og aS kynflokkarnir hafa líka
á þeim tímum veriS margbreyttir. J>etta þykir mönnum verSa
ljóst af hauskúpunum, t. d. þeim er fundnar eru í Danmörk og
SvíþjóS, er vísa á sama kynþátt, og þeim er fundnar eru í Bel-
gíu. HiS markverSasta umræSuefni, eSa rjettara mælt, þrætuefni,
sem rannsóknir höfuÖbeina og hauskúpna hafa fengiS fornmenja-
fræSingum, hefir þaS orSiS, er menn af þeim hafa þótzt geta
fariS nærri um andlegt atgerfi mannsins á frumaldri sínum, en
hafa aptur af því viljaS leiSa iíkindi til um upptök mannkynsins.
Sem sumir hafa lengi ætlaö, hafa og allmargir nú þá skoSun,
aS mannkyniS sje afsprengi dýrakyns, er hafi veriS öpunum sam-
kynja, eSa meS öSrum orSum: þeir segja aS maSurinn sje grein
á kynstofni, er sje sameiginlegur fyrir fleiri dýr. þetta barst í
umræbur á fundinum, og lenti þeim einkanlega saman, Carl Vogt
og Quatrefages, er lengi hafa staSiS öndverSir um þetta efni.
Villanova, próf., frá Madrid skýrSi frá, aö fundizt hefSi i graptar-
holum á Spáni litlar hanskúpur af fullaldra fólki, en Carl Vogt
kvaS þær viöar fundnar, og sagSi aS þær væri leifar þeirra tíma,
er forfeSur mannkynsins hefSu veriS á því reki. Af hauskúpunum
geta menn fariö mjög nærri um vöxt heilans, en Vogt segir, aS