Skírnir - 01.01.1870, Page 23
INNGANGUR.
23
er ristu raeir en 16 feta, en sú sigling var J?ó bæ6i mikil og
fögur aS líta, en fólkiS alstaSar meSfrara á bökkunum meS
furSu og fagnaSarlátum. Skipin lögSust viS akkeri á legunni viS
Ismailiah, en hjer hafSi jarlinn haft mikinn viSbúnaS til aS taka viS
gestum sínum. Hin nýja borg er hin fagrasta, og aS öllu sem
skrautlegustu bæir í Evrópu, en jarlinn heíir þegar reist þar
mikla höll og situr þar aS jafnaSi. HingaS sótti nú allur hinn
mildi múgur aSkomenda, 70 — 80 þúsundir aS tölu, og hjer tókust
hátiSarböldin aS nýju, meS stórkostlegustu viShöfn og tilkostnaSi
af jarlsins hálfu1. MeSal annars hjelt hann gestum sínum dans-
veizlu í höllinni, og bauS til hennar 5000 manna. Auk skotelda
og ýmissa sjónarleika, voru veSreiSir og turnreiSir hafSar til
skemmtunar — og fannst þar öllum mikiS til um hestana og
um reiSmannaliS Araba. Daginn á eptir var ferSinni haldiS
suSur aS Suez, og þann dag renndi enn drottningarskeiSin fyrir
aS suSurmynni skurSarins og út í RauSahafiS. í Suez var og
mikiS um dýrSir, og fögnuSur allra sem mestur, er skipin hleyptu
út úr skurSinum. B'yrstu dagana (til 21. nóv.) var öllum sldpum
leyft aS fara ókeypis um skurSinn, og var J>aS eigi lítill sægur
kaupfara og póstskipa, er notuSu færiS2. — f>ó hjer sje sagt af
‘) f>að er hvorttveggja, að ^Khedífinn” hefir til mikils að taka, er hann
íi mestan hluta landsins, enda hjelt hann óspart á rausn sinni við
gesti sina. lilaðamenn og ýmsir fræðimenn, er hann hafði boðið til
hátiöarinnar, fcngu borðhald og allan beina á hans kostnað meðan {>eir
dvöldu á Egyptalandi. Tala þeirra var (að oss minnir) á þriðju
þúsund, en allt var svo framborið, sem þeir sæti í beztu veizlum
á hverjum degi. Svo er reiknað, að hverr þeirra manna hafi gert
honum kostnaðarauka til allt að 15,000 franka, en að útgjöld hans
öll til hálíðarhaldsins muni hafa verið nær 11 milljónum dala.
*> Annars veiður skipunum ferðin um sundið nokkuð dýr, að minnsta
kosti fyrst um sinn. Fjrrir hvern ferðamann á að gjalda 10 fr., og
fyrir hverja lest farms hjerumbil 20 franka, auk legugjalds (4 fr. fyrir
lestina), ef akkerum verður kastað, og leiðsagnareyris, er fer eptir því,
hvað djúpt skipin risla (5—20 fr.). Hinsvegar er það talið víst, að
þessu gjaldi verði hleypt niður, þegar frá líður. —- í Cairo hafa full-
trúar frá öllum heldri rikjuin Norðurálfunnar átt fund, til að semja um
ýmsar greinir til alþjóðalaga, er þeir skuli háðir er fara um leiðar-
skurðinn og hinir, er meðfram honum hafa bólfestu, en eiga þó þegn-
rjettindi i öðrum löndum.