Skírnir - 01.01.1870, Page 105
Spánn.
FRJETTIR.
105
óhappa fyrir skömmu síðan, aS hann drap einn ættmanna sinna
í einvígi, Henrik af Bourbon, bróður Frans (konungs) af Assis,
manns ísabellu drottningar1. En bæBi er allbörb hegning (missir
þegnlegra rjettinda í 4—6 ár m. fl.) lögS vi8 vígum á hólmi í
spænskum lögum, og mun á þær greinir minnzt vi8 vini hertogans,
ef þeir halda honum fram til valda á þinginu, og þar a8 auki
haf8i prinsinn komi8 sjer í gó8an þokka vi8 þjó8valdsflokkinn.
Af þeim flokki voru og ýmsir forustumanna vi8 jar8arforina, auk
annars stórmennis og ættingja prinsins. Eptir þenna atburB er
sagt, a8 jafnvel Topete (auk fleiri) hafi gefi& upp málafylgiB. En
hafi svo foki8 í flest vonarskjólin fyrir hertoganum, hefir um lei&
gla8na8 uppi yfir vonum annara, því nú þykir eigi örvænt, a8
þa8 ver8i prinsinn af Asturiu, sonur Isabellu, er um sí8ir ver8ur
fyrir kjörinu. A8 mó8ir hans hefir afsala8 honum sinn rjett til
ríkisins, kemur honum a& engu haldi, þar sem Spánverjar kalla,
a8 hún hafi fyrir gert þeim rjettindum, en hitt ver&ur meira á
metunum, ef þa8 reynist satt, sem gruna8 er, a8 Prim og hans
flokkur hafi nú í byggju a8 snúa sjer a8 enum unga prinsi me8
konungskjöri8, og a& Napóleon keisari sty8ji kappsamlega málstaS
hans. Menn vita, a& gó8 vinátta er me8 þeim Prim og keisar-
anum, og ætla, a8 Prim hafi bori8 nndir bann rá3 sín í sumar,
er hann fór á fund hans, en hitt þykir utan efs, a3 keisarinn
muni róa öllum árum móti kosningu hertogans og Orleaninga.
') Prinsinn hafði skrifað versta óhróður um hertogann og föður hans
(Loðvik Filippus, Frakkakonung), og sagt að syninum kippti vel í
kynið með brögðin, en þeim hefðu báðir beitt til að komast yfir rikis-
völd á Spáni. Enn fremur kvað hann hertogann búa ytir vjelum móti
Napóleoni keisara. Að visu eru einvig bönnuð i lögum Spánverja, en
hertoginn sá þó ekkcrt ráð sýnna, en að bjoða prinsinum hólmgöngu.
þau urðu hólmgöngulögin, að hlutkesti skyldi ráða, hver fyrri ætti að
skjóta, og þeir skyldu þreyta vigið til þess, er annarhvor yrði ófær
eða fjelli. Prinsinn hlaut að skjóta fyrri, en tvisvar fór svo, að
hvorugan sakaði. Eptir hvort skotið gengust þeir nokkuð nær, og nú
voru þeir eigi meir en 4 eða 5 faðma hvor frá öðrum. Prinsinn skaut
enn fyrri og hæfði ekki, en fjekk skot hins i höfuðið og var þegar
örendur. Sagt er að hertoganum brygði svo við þau leikslok, að honum
hafi legið við óviti.