Skírnir - 01.01.1870, Page 128
128
FRJETTIR.
Þýzkaland.
ernisblöSum (eÍDkum í blaSi Katkoffs, ,,Moskófutí?indum“), leikur
flestum grunur á því, aS hvorutveggju sje einhverjum einkamálura
bundnir um samband og fylgi, ef til ófriSar drægi í Norðurálf-
unni. BlöSin fóru um tíma með þær lausafregnir, a8 stjórn
Rússakeisara væri fari8 a8 leika meiri hugur á sambandi við
Frakka, og a8 enum nýja sendiboSa Napóleons keisara, Fleury
hershöfSingja, hefði tekizt a8 koma losi á tengslin vi8 Prússa,
en þetta hja8na8i allt ni8ur, er þeir sendu hvor ö8rum æ8stu
orSumerki sín, Alexander keisari og Vilhjálmur konungur. þessi
vinahót fóru milli þeirra 8. des., þann dag er Rússakeisari hjelt
hátíB í hundraB ára minning „Georgsor8unnar“. Hinn heilagi
Georg er verndardýrBlingur Rússlands og þess sigurgjafi, og því
verBa þeir einir riddarar hans, er skara fram úr a8 hernaBar
afrekum í li8i Rússa. Stórkrossinn hijóta eigi aBrir en þeir, er
vinna sigur í höfuBorrustum, og hefir þessa virBing boriB fáum
til handa erlendis (menn nefna Wellington og Radesky) fyrr en
Prússakonungi. Keisarinn fjekk á móti frá frænda sínum þá
or8u, er Pour le Merite („fyrir afrek“) heitir, og þykir mesta
dýrindi í sinni rö8.
MáliB um NorBursljesvík stendur í sama sta8 og á8ur.
Prússar standa sem fastast á þvi, a8 þeir hafi reynt a8 fullnægja
svo fimmtu greininni i Pragarsáttmálanum, sem þar sje rá8 fyrir
gert, en þa8 sje Dönum a8 kenna, er þa8 hafi ekki tekizt. þeir
segja, a8 sáttmálinn segi ekkert fyrir um þa8, hva8 mikiB eigi
a8 hverfa aptur til Danmerkur, e8a hvenær því skuli vera skilaB
aptnr, en þar sem nefnt sje „fólkiB í norBurhjeruBum Sljesvíkur", þá
sje næst a8 skilja þa8 um þann hluta, sem þeir hafi boBiB Dön-
um (a8 Gjennervík), en þeir hafi eigi viljaB þiggja. Allir vita,
hverjum ókjörum þa8 bo8 var bundiB, og því lá menn ekki Dönum,
þó þeir vildu ekki vi8 því taka, og því síBur, sem Prússar gengu
fram bjá því, er mælt var fyrir um atkvæBugreiBslu fólksins.
þa8 er bágt a8 sjá annaB, en a8 greinina í sattmálanum sje svo
a8 skilja, a8 þjóBerni og óskir landsbúa sjálfra skuli rá8a meiru
um þetta mál en boB e8a kröfur, og þegar nefnd eru „norBlæg
hjeru8“, muni til ætlazt, a8 prófaB verBi me8 atkvæBagreiBslu
a8 nor8an suBureptir, í hverju hjeraBi (t. d. kjörþingi e8a sveit)