Skírnir - 01.01.1870, Side 159
Piú.ssland.
PRJETTIR.
159
— Á Póllandi hafa GySingar lengi átt allgóða landsvist, en siSan
þa8 hætti að njóta laga sinna, hefir J>eim veriS sýnt sama harÖ-
rjetti og á Rússlandi. Sd er ein af gömlum tilskipunum stjórnar-
innar, aÖ GyÖingar megi ekki búa nær landamærum en 50 rúss-
neskar mílur (,,rastir“). í sumar leiö beitti hún svo þeim lögum
vi® þá GyÖinga, er bjuggu í Tischenew, höfuÖbænum í Bessarabíu,
eÖa i kringum hann, aö hún ljet, aö kalia fyrirvaralaust, færa
þaÖan 20 þúsundir af búum og bólfestu iangt npp í landiÖ.
Mönnum verÖa aö koma í hug herleiÖingarnar í gamla daga,
í>egar menn heyra slíkar sögur. Átýllan var sú, aö borgin hafÖi
færzt nokkuÖ nær suöurtakmörkum 1856, er landamæri Tyrkja
voru rjett eÖa færÖ nokkuÖ norÖur á bóginn (viö friöarsamninginn
í París). En auösætt er, aÖ þaÖ hefÖi veriö fyrirhafnarminna,
aö breyta fyrirmælum laganna, er svo langt var þó um liöiÖ, ef
Bússum hefÖi eigi gengiÖ hjcr annaÖ verra til, eÖur, sem sagt
var, einber áseilni og umburöarleysi viö játendur annarlegrar
trúar.
Af því, sem nú er sagt, og opt áöur er skýrt frá í riti voru
um tilgang Rússa, má sjá, aÖ þeir færast ekki lítiö í fang, er
þeir ætla sjer aÖ gjöreyÖa því öllu, sem ekki er rússneskt, innan
endimerkja hins mikla ríkis. HiÖ sama, sem jpeir hafa fylgt fram
á Póllandi og Lítáen, hafa j)eir og tekiÖ upp i löndunum viÖ
Eystrasalt (Lifiandi, Kúrlandi og Estlandi). Hjer eru þjóÖverjar
aÖkomnir, en þjóöverskir eÖalmenn og stóreignamenn hafa hjer
notiÖ mikilla einkarjettinda og haft öll meginráÖ á landsbyggöinni
í margar aldir, jpýzk meÖalstjett (kaupmenn og iÖnaÖarmenn)
staÖiÖ fyrir öllum framförum og þrifnaÖi í borgunum, og jiýzk
tunga og j>ýzk visindi helgaÖ sjer stöövar viÖ alia æÖri skóla,
sjerilagi viÖ háskólann í Dorpat — í stuttu máli: haft öndvegis-
sess í skóla, dómum og kirkju. Frá jiessum löndum hafa og
margir þeirra veriö, er keisarar og keisaradrottningar Rússa hafa
tekiÖ sjer til ráöaneytis, og hafa dugaö þeim bezt bæÖi í friöi
og hernaÖi. J>aÖ er aÖ vísu satt, aö þjóöverjar eru ékki meir
en Vr partur af íbúum þeirra landa, en þó Rússar hafi stælt
Esta og Letta á móti þeim, eöa látið hálft í hvoru — álíka og
á Finnlandi viö Finna móti Svíum —, aö þeir vildu rjetta hlut