Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 182
182
FBJETTIR.
Daiutuirk.
dala. í laganýmælum um laun embættismanna mælir ein greinin
svo fyrir, a8 embættismönnum ,skuli eigi veita önnur virSingar-
nöfn (,,titla“), en þau, er embættinu fylgja. En {>ó eru hirðtitlar
(„kammerherra“, nkammerjunker“ og svo frv.) undan skildir.
f>eir voru eigi allfáir, er vildn hafa allar titlasæmdir af teknar,
kölluðu þær einber apalæti eptir þýzkum háttum, og væru í raun
og veru svo athlægisverðar, sem þær væru virtar at' sumum dug-
andi þjóSum. Svo langt vildu menn þó eigi halda, einkanlega
þar sem lögin áttu ö8ru máli aS skipta, en kölluðu þetta góða
byrjun aS svo stöddu. þa? frumvarp, er einna mestu þótti varSa
og mest var um ræSt, var frumvarp J. A. Hansens um skyldar-
sölu ,,festujarSa“, er þær losna; en í Danraörku eru þaS lög, aS
stóreignamenn mega ekki leggja leigujarSir eSa „bændajarSir“
saman viS böfuSbólin. en eru skyldir aS byggja þær meS „festu“
meSan bóndinn eSa kona hans eru á lífi. Nú hefir aS vísu mjög
veriS undir þaS ýtt á seinni árum, aS gera þær jarSir aS „sjálfs-
eignum“ (bændaeignum), og þegar hefir mikill hluti stóreigna-
manna selt leiguliSum sínum jarSirnar, en „bændavinum“ þykir
hjer of lítiS aS gert, og því hafa þeir optat en einu sinni fyrri
fariS fram á skyldarsölu. Öllum — eSa aS minnsta kosti flest-
um — kemur saman um þaS, aS bændunum og öllu landinu sje
þaS helzt i hag, aS leigujarSirnar verSi aS sjálfseign, en mörgum
þykir þó, aS beztu mundi gegna, ef þau kaup færu öll aS frjálsu
og góSu samkomulagi. Hansen tekur dýpra í árinni (og aptur
abrir dýpra en hann, t. d. Winther). Hann vill eigi aS eins
skylda eigendur jarSanna til aS selja, en hann vill aS sonur eSa
nánustu erfingjar leiguliSans fái */s af andvirSinu. „Segir þú þá,
aS bændurnir (leiguliSarnir) eigi jarSirnar ásamt hinum?“ spyrja
menn. „Nei“, svarar Hansen, „en þar sem þau málabönd eru á
þær lögS, má eigi meta þær sem fullfrjálsa eign, eSa þá til fulls
verSs sem aSrar jarSir, því þaS verS komast þær þá fyrst i, er
þær eru orSnar sjálfseignarból. Böndin hefir ríkiS lagt á þær
bændanna vegna, en taki þaS þau af þeim fyrr en þær verSa
rjálsar eignir, hveríur þaS frá eigin ráSi sínu og frumhugsun
aganna, sleppir augastaS á hag leiguliSanna og alþýSunnar og
hugsar aS eins um, aS eigendumir missi, einskis i viS söluna.