Skírnir - 01.01.1870, Síða 188
188
FBJETTIB.
I >aiiiuurk.
inu sjálfu —, og útvega sjer Jjar styrk og aðstoð til að koma
málunum fram. f>egar fjármálin kæmu fyrir þingiÖ í haust er
kemur, gæti stjórnin haft betri skýrteini fyrir uppástungum sínum
og fyrirætlun um mál Islands. — Máliö komst eigi lengra á
þinginu, en nefndin haföi ráðiö til.
Eptir báÖar atreiÖir Lehmanns — eða rjettara ófarir — brá
„Föðurlandið" á sig byrstum svip og tók óþyrmilega í lurginn á
ráðherrunum, og kvað þeim hafa orðið mislagðar hendurnar, og ljet
þá alla þola þungar skriptir, sem eigi vildu láta ríkisþingið reka
nú endahnút á vafningamál íslands, hvað sem íslendingar segðu.
Nærri má geta, að blaðið mundi ekki gleyma Jóni Sigurðssyni,
heldur bera honum enn á brýn, hversu íornleitinn hann væri og
fastur í krókarökunum, eður að hann hefði numið íþróttir sinar
af Sljesvikur-Holsetum og kennt þær svo islenzkum stúdentum, en
þeir hefðu síðan flutt þær til afdalanna á íslandi og kennt bænd-
unum. þeim bannsögum er Jón Sigurðsson orðinn svo vanur
af hálfu blaðamanna í Danmörk, einkanlega frá ritstjóra
„Föðurlandsins“ (Ploug), að honurn bregður nú eigi meir við
slíkt, en þeim bregður við, er fá „bólubrjef11 eða líkar send-
ingar frá óskeikunarherranum í Rómaborg. J. S. vikur svo orð-
um á mót í svari sínu, að hafi hann numið það af öðrum, að
halda vörnum uppi fyrir þjóðfrelsi og þjóðarforræði, þá mætti
þó heldur kalla, að þetta væri tekið eptir „þjóðernis- og frelsis-
flokkinum“ *í Danmörku, en ógæfan væri, að þessir menn rugl-
uðust sífeldlega í ritningunum, gleymdu kenningum sjálfra sín,
þegar málin tæki til íslands. þetta bæri beint til, er þeir vildu
láta ríkisþing Dana þröngva Islendingum inn í þá stjórnarstöðu,
sem þeir hvað eptir annað hefðu neikvæðt —, láta það á íslandi
styðja sig við minni hlutann á þinginu, bergmálsflokk stjórnar-
innar, þvert á móti eigin og almennum þingstjórnarreglum og
þingsköpum. Að endingu kveður hann það aldri munu vel gef-
ast, að Ploug eða aðrir ætli sjer ábyrgð á betri forráðum íslandi
til handa, en þau er íslendingar kunni sjálfir að sjá. í svari Plougs
var það helzt nýnæmakennt, að hann segir Islendingum annan
kost eigi fyrir höndum, ef þeir vilji ekki lúta dönskum ríkisrjetti,
en gera að dæmi kennimeistara sinna, Sljesvíkur-Holtseta, og