Skírnir - 01.01.1870, Side 209
Bandnrikin.
FRJETTIR.
209
bamaránunura, eSa af völdum Englendinga, sem þeim væri um
a8 kenna. Uppástungunni var vísaS til þeirrar nefndar, er sett
er um utanríkis- eða þjóðskipta-mál. — I uppreistinni á Cuba
liefir stjórnin í Washington látið Jiað eina til sín taka, sem getið
er um í Spánarþætti. pab er haft eptir ráðherra utanrikismál-
anna (Fish), aö Bandaríkjunum yrði mesta órá8 í að seilast hjer
til landeignar a8 svo stöddu, því eyjan hlyti a8 verða þeim til
stórmikils kostnaðar en einskis ágóða. Hjer mun vera litið á öll
þau landspell, er gerzt hafa í uppreistinni, og á allt skuldaút-
svarið, er Bandaríkin hlytu að taka undir sína ábyrgð, ef ejrjan
kæmist í tölu jpeirra e8a samband. J>a8 virSist, sem mönnum
sje nú miður gefið um nýjar landeignir en fyrri, enda þykjast
þeir nú hafa gefiS geip fyrir lítinn feng, er þeir keyptu Alaska
af Rússum (fyrir 7 millj. dollara). Stjórnin hefir sent mann til
a8 kanna jia8 land, en hann segir í skýrslu sinni, a8 hjer Jrarfi
æri8 frajnlag — e8a 43 milljónir dollara í 25 ár — ef landi8
eigi a8 komast upp til nokkurs jirifnaðar. SelveiBi væri J>a8 eina,
er bjer mætti leggja á móti, en metur hana til 100,000 dollara
á ári, í mesta lagi. Stjórn bandaríkjanna hefir lengi haft hug á
hafnarstö8vum í Antillakerfinu — eyjunum fyrir Mexíkóflóa — ,
og fyrir j>ær sakir var samninganna leitaS vi8 Dani nm vestur-
eyjar þeirra. J>ví máli hefir nú lokiS, sem á8ur er frá sagt, en
á sama veltur um annan og áþekkan samning, sem stjórnin hefir
gert vi8 Domingobúa (spænska e8a kynblendinga hlutann af Dom-
ingo). Hjer var fyrst gerður sá kaupmáli, a8 Bandaríkin skyldu
fá J>á höfn til leigu i 50 ár, er Samanavík heitir, og gjalda fyrir
150 j>ús. dollara á ári, e8a kaupa víkina me8 landinu umhverfis
fyrir tvær milljónir. Sí8an kom þar samningum, a8 allt þjó8-
ríki8 skyldi gerast sambandsland Bandaríkjanna, e8a vera skjól-
stæSuland þeirra, og nú fór enn sama fram, sem á dönsku eyj-
uhum, a8 fólki8 gekk til atkvæ8a um máliS og samþykkti. Hjer
hefir og rekiS a8 sömu stíflum, sem fyrr, a8 öldungarnir eru mál-
inu mótfallnir, og nefndin í þeirra deild hefir rá8i8 frá kaup-
unum. J>ó má vera, a8 máliS gangi enn fram, ef stjórnin er því
mjög fylgjandi. Margir kalla J>a8 ófyrirsynjuráð, að fleygja út
14