Skírnir - 01.01.1870, Side 225
Víöaul* agrein.
FBJETTIK.
225
sýndi fram á, að ætti Jvjóðarvilinn að vera æðsti dómur allra
þjóðmála, þá yrði t. d. konungskjör einnar þjóðar að vera jafn-
dýrt eða jafnheilagt og hver önnur uppkvæði hennar. Bæði í ræð-
um Olliviers og fleiri í báðum deildunum kom þar mál þeirra
ávallt niður, að, sem nú væri komið, yrði um tvennt að kjósa:
reglubuudið frelsi eptir fyrirhugun keisarans eður byltingar og
óstjórn, ef ráðum hinna (frekjuflokksins) yrði meiri gaumur gef-
inn. í öldungaráðinu mátti kalla forspjöllin gerð og samþykkt að
þessu máli, við þær lagabreytingar, er hjer voru upp bornar
(seinasta uppástunga keisarans), og því fjekk það og hjer beztu
undirtektir, en allgóðar af öllum þorra fulltrúanna, og eptir það
var þingræðunum frestað frá 20. apríl til þess, er atkvæðagreiðslan
var búin, en hún fór fram 8. mai. A þessu millibili má kalla,
að ailt yi'ði á tjá og tundri í borgunum, með svo miklu kappi
bjuggust hvorutveggju — keisaravinir og keisarafjendur — til
samgöngunnar atkvæðadaginn, en stjórnin lagði það fyrir, að öll-
um skyldi vera sem frjálsast um fundi og samtök, og engar hömlur
bafðar á neinum tiltektum. þeim er eigi lytu að friðspellum.
Nefndir voru settar beggja vegna, „jánefndir“ og „neinefndir“, en
þær gengust fyrir ávörpum til fólksins, brjefsendingum og erind-
um til allra bjeraða. Ávarpsbrjef frá keisaranum sjálfum fjekk
hver atkvæðabær maður í öllu ríkinu (hjerumbil 10 milljónir), og
var þar gert grein fyrir ástæðum og áformi þessa ráðs, og upp-
hvatning til allra að treysta keisaranum til þess, er honum væri
albugað: að efla frelsið, auka og frama veg og velfarnan Frakk-
lands. Málfundirnir í París urðu því svæsnari, sem nær dró at-
kvæðadeginum, og á sumum gekk frekja manna úr öllu hófi. Á
einum þeirra luku „þjóðríkisþegnarnir11 („borgararnir“) upp þeim
dómi á keisarann („Louis Bonaparte"), að bann ætti að sæta
betrunarvinnu æfilangt — „en hefði þó unnið til lífláts“. Á sama
fundinum komst einn borgarinn svo að orði: „í fyrri daga kom-
ust þeir menn í guðatölu, er höfðu unnið dreka, skrímsl eða lind-
orma, en er þá enginn sá nú, er vill leggja sig í hættu og vinna
á harðstjóranum og frelsa landið undan smánarlegasta ánauðar-
oki?“ — Seinustu dagana í apríl mánnði komst upp samsæri þeirra
manna, er ætluðu að ráða keisaranum bana, og skyldi tilræðið
15