Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 227
Viftaukagrein.
FBJETTIB.
227
fyrsta dag í hvítasunnu. Honura mun þykja hjer „hátíð til heilla
bezt“, en svo lita nú margir á þetta mál, einnig innan hinnar
kaþólsku kirkju, a5 þeir munu heldur kveSa hitt um: „býsna skal
til batnaSar!“ — Potocki greifi og hinir nýju ráSherrar Austur-
ríkiskeisara hafa ieitaS samkomulags viS Czeka og Galizíumenn,
eSa helztu forustuskörunga hvorratveggju, og er sagt, a8 nú hafi
dregiS svo saman um flest atriSi, aS góö úrslit náist á misklíSa-
málunum. Dr. Smolka kvaS hafa átt mikinn hlut aS viS Czeka,
aS draga þaS úr kröfum þeirra, er helzt hefir staöiö fyrir, eSa fá
þá til aS sækja höfuÖþing eSa bandaþing vesturdeildarinnar í
Vínarborg. — 19. mai komu þau tíöindi frá Portúgal, aS kon-
ungurinn hefSi orSiS aS selja hertoganum af Saldanha í hendur
forstöSu stjórnarinnar, en hann hafi sótt til hennar meS oddi
og eggju. Hertoginn kvaS hafa brotizt aS höll konungsins meS
nokkurri deild liSsins, en Loulé hertogi, forsætisráÖherrann, hefir
veriS miöur þokkaSur af fólkinu, en verst af fyrirliÖum bersins.
Saldanha er nú fjörgamall, og aS því sagt er um nirætt, en af slíku
má ráSa, aö hann sje hvorki farinn aS fjöri eSa hug, enda hefir
hann tíSurn áSur leikiS sama bragSiS, og brotizt til stjórnarvalda
meö atförum og herbramli, t. d. 1845, 1851 og optar (hann rjeSi
og aS mestu sóknum, er Don Miguel var rekinn frá ríki.) —
A ríkisþinginu í Danmörku sótti í þaS þráhald meS stjórninni
og meiri hluta fólksdeildarinnar eSa „bændavinum11, aS ráSherr-
arnir beiddust lausnar af embættum og fengu hana af konungi.
„Bændavinum“ hafa lengi þótt fjárkvaSirnar til hersins hinar frek-
ustu, og neituSu nú um nokkur aukaframlög, er eigi námu þó
miklu. „LandsþingiS11 kipti þessu aptur í liöinn fyrir stjórninni,
og fleiru, er hin deildin haföi dregiS úr fjárkvööunum, og er fjár-
reiSulögin komu aptur til þeirrar deildar, gerSu ráSherrarnir
þessar greinir, aS „knefunarkostuití“, og sögSust víkja frá stýrinu,
ef nú yrSi aptur neitaS um lítilræSiS. En meS því aS ráSherr-
arnir höfSu í oröi aS gefa upp stjórnina, er þingi væri lokiS,
þótti bændavinum eigi þurfa aS taka hótan þeirra til greina, en
bættu nú viS „lítilræ8iS“ ýmsum sökum, og minntust sjerílagi á,
aS stjórnin hefSi leitaS meir fylgis i enni efri deild og hlítt fremur
hennar tillögum. þó nokkuS hafi dregiS sundur meS þeim á
15*