Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 233
FRÉTTIR AF ÍSLANDI.
233
víkum voru meSalhlutir nálega 300 (600 hæstir hlutir), og því nær
eins um Seltjarnarnes og Akranes, en aptur töluvert minna á Alpta-
nesi, Vatnsleysuströnd og einkum í Höfnum. Austanfjalls voru
hlutir víSast um tvö hundruS; nokkuru minnaí Grindavík, Selvogi,
Landeyjum, Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum, en aptur rúm-
lega þaÖ í þorlákshöfn, Flóa og Mýrdal. Eptir vertíSarlokin
(12. Mai) var og víÖast rétt góSur afli fram undir fardaga, en
sumaraflinn var hvervetna á suSurlandi lítill; sama er aS segja
um haustvertíSina, þángaS til um miSbik NovembermánaSar, Jiá
kom góSur afli á Innnesjum, Vatnsleysuströnd, Vogum og NjarS-
víkum; bjálpaSi þaö mikiS til, aS gæftir voru góSar og ágætur
síldarafli var í HafnarfirSi, svo aS eigi skorti beitu; afli þessi
hélzt fram yfir nvjár og var mestur í NjarSvíkum, svo nokkrir
fengu þar 1300 til hlutar yfir haustvertíSina. Undir Jökli var
afli um vetrarvertíSina rýr, einkum aS sunnanveröu, og svo var
og allt voriS og sumariS, en haustaflinn var betri, og víst í fullu
meSallagi, helzt í kríngum Olafsvík. Á VestfjörSum var lítill afli
JiángaS til undir sumarmál, J)á kom einhver hin mesta fiskigánga,
er menn muna, inn á ísafjarSardjúp; vildi J)á og svo vel til, aS
ís var lítill á Iljúpinu, svo hann tálmaSi eigi aS mun sjósóknum
manna; fengu þá sum skip yfir 3000 á tæpum mánuöi, og al-
menníngur full 2000 á skip (þaS samsvarar hérumbil 220 í hlut).
Afli þessi hélzt aS miklu leyti allt sumariö á ísafjaröardjúpi og
í iok ársins kom þar svo góSur afli, aS fá dæmi eru til slíks um
þann tíma árs. NorÖanlands varS vart viS fisk um sumarmálin,
en eigi var þaS þó neitt aS mun, og hvarf fiskurinn brátt aptur;
apturámóti aflaSist t.öluvert af síld á Akureyri; um Jónsmessuna
fór einnig nokkuS aS aflast af þorski og ísu, svo meSalhlutir
voru fyrir slátt orSnir 300; en um réttir kom mikil fiskigánga
inn á EyjafjörS, og um sama leyti rak ógrynni af kolkrabba, en
hann er, einsog kunnugt er, hin bezta beita; varS þá bezti afli
nokkurn tíma, og þaö svo, aS sumir fengu hundraS í hlut á dag.
AnnarstaSar á NorSurlandi var fiskiafli lítill, og eigi svo, aS veru-
leg björg væri aS, nema ef til vill á Vatnsnesi og viS MiSfjörS;
þar voru hlutir um haustvertíSina 400—600. Á AustfjörSum
mátti heita fiskilaust allt áriS, og síldarveiSin á SeySisfirSi, sem