Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 243
FRÉTTIB AF ÍSIiANDI.
243
14. December andaftist aS GörSum á Álptanesi hinn nafn-
kunni öldúngur Árni Helgason, biskup a5 nafnbót, R. af Dbr. og
Dbrm. Hann var fæddur a5 Stað í Aðalvík 27. Oktober 1777 og
haf?i X>ví rúma tvo um nírætt; 1807 tók hann embættispróf í gu5-
fræíi viS háskólann me5 ágætiseinkunn, og vígSist 1809 sem prestnr
a5 Vatnsfir5i; 1811 voru honum veittir Reynivellir, 1814 Reykja-
vík og 1825 GarSar, er hann þjónaSi jiángaS til 1858, að hann
sag5i af sér emhætti, og var hann sæmdur biskups nafnbót sama
ár. Tvisvar sinnum hafSi hann gegnt biskupsembættinu og veri5
prófastur í Kjalarnessþíngi 1821 —1856. Hann var einn af stofn-
endum hins íslenzka Bókmentafélags og forseti Reykjavíkurdeild-
arinnar í 33 ár (1816—1848). Hann kenndi í mörg ár skóla-
lærdóm fjölda úngra manna og útskrifa5i sjálfur nokkra þeirra.
Kennimaíur var hann mikill, og þykja prédikanir hans, er út
hafa veriS gefnar, bera vott um hina glöggu skoíun á lífi manna
og hugarfari, viökvæmu si5ferSistilfinníng og kristilegu stillíngu,
er jafnan lýsti sér í öllu lífi hans.
Af slysförum fórust yfirhöfuS a8 tala eigi mjög margir næst-
Ii5i8 ár. I byrjun Febrúarmána&ar drukknaSi SigurSur bóndi
SigurSsson á Klöpp á SuÖurnesjum og tveir menn a8rir; voru þeir
á heimleiS úr kaupstaS. Um sarna leyti drukknubu í lendíngu
viS BúSir á Snæfellsnesi tveir menn; kvennmaSur einn varb og úti
nm þa8 leyti á Hvammsheibi í þíngeyjarsýslu. 26. Febrúar var5
manntjón miki8 á Vestmannaeyjum; af skipum þeim, er rói8 höfðu
daginn á8ur, nábu abeins fá landi, sakir ofvibris; hin urbu öll
ab láta fyrir berast í skjóli vib óbyggba ey nokkra (Bjarnarey) á
þribja dægur; en er vebrib lægbi nokkub, leitubu skipin til lands
og heppnabist þeim þab flestum, en þrjú skipin urbu frá ab hverfa,
og fórst þá eitt af þeim meb 14 manns; auk þessa létust þrír menn
af kulda og vosbúb. í sömu hríbinni, sem Jóhannes sýslumabur
Gubmundsson, varb og úti kona ein í Sléttuhlib í Skagafirbi; um sömu
mundir varb einnig mabur úti á Gemlufallsheibi í Isafjarbarsýslu.
18. Marz fylgdi Gísli bóndi Jónsson á Kambshjáleigu í Hamars-
firbi austanlands mönnum yfir fjörbinn, en drukknabi ofan um ísinn
á leibinni tilbaka. 30. Marz varb úti mabur nokkur ab nafni
Ilans Jónasson á Túnguheibi i þíngeyjarsýslu; samferbamenn hans
16*