Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 1
F 0 R M Á L I.
Vjer sendum yíur nú Norturfara í annað skipti iandar gdðir! 1
þeiri von að þjer munuð ei veita honum verri móttökur enn í
fyrsta sinn, þd hann nú hvorki færi yður slíkar gleðifregnir sem
þá nje heldur komi til landsins með hinum glaðværu vorfuglum
eins og í fyrra. Hann hefur orðið nokkuð síðbúinn í ár, og þó
það að öðru leiti kunni að verða honum til meins, þá er það þó
gott í einu tilliti: haustið er hin raunalega árstíS dauðans, og
hann hefur nú fátt aS segja nema dauða- og raunasögur.
Vjer höfum í þetta skipti varið mestu rúmi til þess að segja frá
frelsishreifingum þjóðanna í Norðurálfunni, því oss þóttu þær þess
fyllilega verðar. Vjer vildum að Islendingar skyldu skilja, að hver
slík hreifing engan veginn er skaSIeg og heimskuleg í sjálfri sjer,
eins og sumir reyna að telja þeim trú um, þó hún stundum geti
orðið þaS sökum ódugnaSar og fávizku oddvitanna — heldur miklu
fremur óumflýjanleg afleiðing af aSferð hinna skammsýnu harS-
stjóra og aumlegu skrifstofuþjóna (hureaukrataj, sem hafa náS til
sín ráSonum yflr Evrópu og byggja ríki sitt á öllu öðru enn þvi,
sem eSlilegt er. þ»ess vegna höfum vjer og viljaS henda lönd-
um vorum til Englands og Norður-Ameríku scm hinna einustu
landa, er menn geti talað um sannarlega menntan í — slika sem
ber áveiti í öðru enn orðum, í þvi að uppfræða mannkynið ng
útbreiða Kristindóminn og frelsið. Jjessar þjóðir lifa frjálsar og
ókúgaðar því lífi, scm öllum óspilllum þjóSum er eðlilegt, cf þær
mega njóta sfn, og þurfa því ei á neinni uppreisn að halda áSur
þær geti byrjaS aS lifa.
Af þjóSonum á meginlandi Evrópu höfum vjer sagt greini-
legast frá Ungverjum, því þeir hafa í ár sýnt aS þeir af þeim
öilum hafa lang bezt vit á hvaS þjóSalif er og sannarlegt frelsi,
og sagan um frelsisbaráttu þeirra mun æflnlega verða lærdómsrik.
Um þá munu verSa rituð hin einustu fögru blöS í sögu þjóSanna
hin síðustu tvö ár, því þeir hafa farið að eins og menn og varið
drengilega það frelsi, sem þeir höfSu erft eptir feður sina og haldið
óskertu um margar aldir. En, því miður verðum vjer nú —
menn fyrirgefi þó þaS sje í formála! — að bæta því við, aS það
er cigi líklegt að þeir muni fá að halda því lengur, en mjög svo
hætt við að þessi einasti sannarlegi frelsisgneisti á meginlandinu
verði líka slökktur. Strai eptir að vjerhöfSum lokiS þætti vorum
kom hin hriggilega fregn, að Dembinski og Bem hefðu veriS unnir
við Temeswar þann 9. Augúst, Kossuth lagt niSur stjórnina þann
a2