Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 102
104
NORBURÍARI.
i ungverskum bánkasáílum uppá silfur það og guil, sem menn gtíðfús-
lega gæfu, og slegið og öslegið gull, sem til væri í hinum ungversku
námustödum. f>egar þingið hafði leyft þetta og palatinus samþykkt
það gaf Kossuth út seðlana, og hjer sýndu höfðingjar ungverskir
föðurlandsást sína, J>ví Batthyany gaf eina millíón og Esterhazy,
sem talinn er einhver ríkasli maður I Norðurálfunni, setti allar
eignir sínar í veð. Austurríkisstjórnin ætlaði að ónýta þetta verk
með því að segja að einkaleyfi bánkans í Vín væri skert og vildi
banna útgáfu seðlanna; en Kossuth skrifaði aptur og kvaðst ei láta
setja sjer lög af Vinarbanka neinum, þar hann væri fjárhaldsmaður
frjáls ríkis og tæki ei við skiponúm nema frá lögrjettu lands
síns. Jiá fóru til bánkamenn úr Vínarborg, og meðal þeirra
Rothschild, og beiddu Kossuth auðmjúklega að eyðileggia ei
Vínarbánkann, en hann kvað sjer annara um land sitt enn hann.
J)á buðu þeir að lána honum fjeð leignalaust i eitt ár, en þingið
rjeði honum til að halda fast við hið fyrra áforin og bánkamenn
urðu að fara heim við svo búið. Ungversku seðlarnir komu út,
og peningamenn í Vínarborg fóru að skjálfa, því fjárhagur keisara-
dæmisins stóð á völtum fótum , og enginn maður á Ungverjalandi
vildi nú lengur sja vínverska bánkaseðla, úr því þeir höfðu aðra, sem
áreiðanlegir menn ábyrgðust með eignum sínum að ei skyldu verða
ónýtir. Svo leysti Kossuth sig úr læðingi þetta skipti. En þrátt
fyrir það þótti sumum hann ei fara nógu djarflaga að móti Austur-
ríkisstjórninni, og sögðu að síðan hann væri orðinn ráðgjafi, þá
væri hann lika orðinn eins og hinir, dáðlaus og hræddur. En
Kossuth var svo stilllur maður, að hann vildi ekki gera neitt um
skör fram, og bíða þess að svik Austurríkisstjórnarinnar yrðu
opinber, því hann gat þá varla trúað að þau væru eins yfirgrips-
mikil og síðan hefur orðið augljóst. Hann beið átaka og bjó sig
undir í hægð; en einmitt þetta líkaði ákafamónnonum ekki. jjeir
vildu undir eins segja Austurríkis keisara upp allri trú og holl-
ustu, og einn af þeim Laðíslás Madarasz kom ráðáneytinu opt í
bobba með spurningum sínum og ofsa, því hann er líka mælskur.
Einn dag hafði hann talað lengi, og Deak og Eötvös, sem viðstadd-
ir voru, vissu ei hverju svara skyldi og eru þeir þö báðir góðir
ræðumenn; þá sendu þeir eptir Kossuth og beiddu hann að bjarga
sjer. Hann kom og sýndi þingheiminum hvernig þögnin stundum
væri hin mælskasta og áhrifamesta ræða, og skýrði greinilega frá
hvað þeir hefðu gert. j>ví miður höfum vjer hvergi getað náð
í þessa ræðu og setjumhjer að eins það, sem maður, erviðstadd-
ur var, segir af þessum fundi: “Kossuth talaði í tvær stundir —
enginn hreifði sig i salnum fyrr enn hann var búinn. Svo þungur
sem sumarhitinn var, forðuðust þó allir að anda. Eg sje
enn Englendinga og Frakka, menn prýðilega að sjer í stjórnar
efnum, sem voru frá sjer numdir yfir máli hans þó þeir varla
kynnu Magyörsku. j)á heyrði og víst fegurstu ræðu Kossuth’s, ef
menn yfir höfuð geta tekið nokkra fram yfir aðra. Báðir Jiinir