Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 185
SVAR Tlt REYKJAVIKURPÓSTSINS.
187
scni mcnn helzt vilja, til að leita sjer menntunar og frama? En
O. St. heldur vist a8 engir muni vilja menutanina sjálfrar hennar
vegna, og einungis þá hirði um að eyða fje og tíma til að afla sjer hennar,
þegar verðlaunin eru tiltekin fyrir fram i líki betra embættis enn
ella. — Um læknakennsluna segir 0. St. sömu vitleysuna og Reyk-
javp. áður var búinn að segja um lagakennsluna á Islandi, að pað
sjc ómögulegt að ímyanda sjer læknir vel að sjer, ekki einasta í
almennri læknisfræði en líka sjerstaklega í íslenzkri sjúkdómafræði,
nema svo að eins að hann hafl lært hjer við háskolann, þar sem
þó nú er ómögulegt að nema hina síðari. Annars hefur honum
líka að öðru leiti tekist upp að alykta hjer, því hann þykist hafa
fundið svo mikla mótsögn hjá oss í því, að vjer sögðum menn
gætu eins vel lært af læknisfræðis bókum heima á Islandi og við
háskolann hjerna, að hann hefur orðið að láta prenta þessa merki-
legu uppgötvan sína ineð stóru letri. Mótsögnin getur reyndar
hvergi verið nema í hinum allt misskiljandi hug 0. St., því þar sem
vjer nefndum bækur var auðsjáanlega einungis talað um hið almenna í
læknisfræðinni, en ei um hið sjerstaka fyrir Island. En það er eins-
og 0. St hali einhverja sjerlega gáfu til að skilja aldrei, og láta
einmitt prenta það greinilegast, sem hann mest hefur villst í — líklega
svo mönnum verði hægra að flnna það, og þökkum vjer honum fyrir
þenna ómaksljettir. — Um skólakennara embættin tekst honum ekki
betur enn annarstaðar, þó hann segi vjer höfum gleymt að nefna
þau þangað til síðast, og sje mjög glaður yfir að geta við það tæki-
færi haft upp dalítið úr vísu, sem hann kann. Vjer sögðum nú
reyndar ástæður fyrir því, hversvegna vjer ei hefðum talið þau em-
bætti með hinum fyrr nefndu, og þó vjer kannske ei gætum búist
við að hann skildi þær, þareð þær ei voru byggðar á skrifstofulegri
skoðan á lærdómi og menntan, þá hefðum vjer þó aldrei haldið
hann mundi kalta það að gleyma, að draga með ásettu ráði. jíetta
gefur oss því grun um að hann einungis hafi snúið málinu svona
fyrir sjer til þess að geta komið við vísunni um ærnar og Iambið,
og viljum vjer þá ei gefa honum að sök slíka fyrirgefanlega lam-
bahugsan og höfuðsótt. Að öðru leiti — O, sancta siplicitasl —
sýnir 0. St. sjálfur bezt, að vjer höfum haft rjett í að finna að
skólafræðiskennslunni hjerna, með því í athugagrein að geta þess
að stjórnin nú sje búin að láta laga hana og endurbæta.
jietta eru aðalatriðin úr þætti 0. St., og vjer höldum flestir
muni geta sjeð, að þau eru ei nema smámunir, sem naumast er
vert að svara. Hvað ýmsu öðru viðvíkur, sem 0. St. ber oss á
brýn, t. a. m. enskusýki o. s. frv., þá er til lítils að minnast á
það, þó vjer reyndar vel getum spurt hvort dönskusýkin í honum sje
þá betri. Flestir menntaðir menn vita þó, að það, að dást að
því sem enskt er, optastnær er hið sama sem að furða sig á því,
hvað mennirnir hafl komist lengst í menntan og öðru góðu, og að
fylgja með alúð framförum mannkynsins. Um smásneiðir 0. St.
höfum vjer ei heldur kært oss, þó vjer reyndar ei efumst um að
hægt mundi hafa verið að Gnna einhvern viðkvæman stað á honum.