Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 150
152
KOKSUKFAM.
til Vínarborgar. HershöfSingjum og hermönnum var vel tekið í
Pesth, af þeim sem eptir voru, og höfðingskonur voru að halda
þeim veizlur, svo þeir hjeldu að J>að væri ei nema dáktill flokkur í
landinu, sem á möti þeim væri — en það sást síðan að allt voru
undirlögð ráð, og að Magyarar höfðu ætlast svo til að Pesth skyldi
verða^ Capua Windischgratz og Austurrikismanna.
I Debreczin sást fyrst dugnaður Kossuths í öllum bldma
sínum, og þess, sem hann vann þar þenna merkilega vetur, mun
lengi verða getið eins og einhvers hins glæsilegasta kafla í sögu
Magyara, sem þó er ndgu auðug af dýrðlegum dæmum. Fjendurnir
sátu í 30 fylkjum (þingum), svo að aðeins 16 gátu enn haldið
með hinni rjettu landstjdrn, og þd skorti Kossuth aldrei efni til að
framkvæma hin stdrkostlegu störf, sem fyrirhöndum lágu. Vopna-
smiðjur voru settar í Gross-Wardein, púðurmyllur, fallbyssnasteypur
o. s. frv., og þar var unnið bæði ndtt og dag. Og til alls þessa
hafði Kossuth fje, þd meir enn hálft landið væri í óvinahöndum —
en hjer hjálpuðu honum líka ágætlega hinar ríku höfðingja ættir,
og sumir höfðingjar hjeldu jafnvel heilar hersveitir á sinn eigin
kostnað. Uúgir menn voru kallaðir saman úr sveitum til að verja
landið og þeir fdru fúslega til Debreczin til að láta æfa sig í
vopnaburði, svo Kossuth á þann hátt tdkst að skapa öldungis nýtt
herlið, sem bráðlega átti að verða Austurríkismönnum svo háska-
legt. Kjarnin í því varð hið ágæta hestlið, og af því álti Koss-
ulh hægast með að fá sjer mikinn fjölda á stuttum tíma, því hver
Magyar er svo að segja alinn upp á hestbaki, og vildi helzt
mega vera húzzar. En það var ei einasta að Kossuth skapaði nýtt
lið, sem var því voðalegra sem það var dvenjulegra, hann sá líka
um að útvega sjer duglega hershöfðingja, menn, sem ei höfðu
unnið frægð sína með smjaðri í keisara og konunga sölum en á bldðug-
um vígvöllum 1 frelsisorrustum. Veturinn 1849 í Debreczin mun
æfinlega verða fagur kafli úr veralðarsögunni, því þá matti svo segja
sem veglyndustu menn úr óllum áttum færu þangað pilagrímsferðir,
og með glöggskygnu auga valdi Kossuth meðal allra hinna ágætu
hina beztu. Meðal hinna pdlsku hcrshöfðingja, sem nú buðu
honum þjdnustu sína, var og hin fræga hetja HinrikDembinsky,
sem lengi hefur haldið að Pdlland ei yrði frelsað neina fyrir
meðalgöngu Ungverjalands. Hann er fæddur 1791 af gamalli
pdlskri ætt, og faðir hans Ijet hann á bánasænginni sverja að halda
fast við frelsi og sjálfræði Pdllands, og megi menn trúa myndum
af honum, þá lítur hann víst svo út sem hann hafi svarið, að
brosa aldrei fyrr enn Póllands sje hefnt — það er eins og á
andlit hans sje skrifað með grimmu raunaletrí: Jeszcze polska
nie zgineta!’’ Hann fdr fyrst í hernað í Napoleons stríðonum, og
missti í þeim þrjá bræður; en frægð hans er eiginlega síðan 1830
i pdlsku uppreisninni, að hann með 4000 manna tafði fyrir Diebitz
með 60000 í heilan dag, og fyrir hiua aðdáanlegu apturför úr
* Enn er Pólland eigi farið!