Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 163
FRELSIS HKEIHNGARNAR.
165
svo að niesti hluti Fimfljtítalands nú er dregiun inn undir cnska
ríkið á Indíalandi. Gholab Singh ríkir reyndar enn í efri hluta
Jiess og hinutn -infldada dal Kasjmír, en sumirlialda að Eng-
lendingir bráðum muni komast í stríð við hann, og þessvegna
hafl þeir sent Sir Charles Napier, sigranda Sinde, á stað til
Indlands til að taka við herstjórninni í Punjab af Gough, en ei
végna þess, a<? honum hlekktis dálítið á í byrjun stríðsins. Við
Kinverja hann líka að vera að Englendingar komist í stríð, því þeir
vilja nú ei eptir síðustu friðarskilmálum hleypa Evrdpumönnum inn í
innri staðinn í Kanton, en þverskallast alltaf við a8 hafa viSskipti við
slíka dóna, sem þeir álíta Evrópumenn. En þa5 sem oss þykir
gleðilegast er hin mikla hluttekning, sem allt menntað fólk á Eng-
landi hefur sýnt máli Ungverja, og stutt þá andlega með henni, þó
aldrei verði me8 öðru. Miklu mestur hluti þingmanna hjclt me5
Ungverjum, þegar málið kom til tals á þínginu, og sparði ei að sýna
viðbjóð sinn á aðferð Haynatts og Austurríkisstjórnarinnar, og Pal-
merston sjálfur Ijet í Ijósi sama álit eins berlega og hann gat cptir
embættisstöðu sinni, og kvaðst vilja segja það eitt: “að, ef Austur-
ríki tækist að bæla niðurUngverja me5 hjálp Rússa, þá hefði það
marið í sundur hægri armlegg sinn.” Öll whig-blö8in hafa mæl-
skulega talað máli Magyara móti fjendum þeirra, og Morning-
Chronicle og Times hafa jafnvel ei þorað annað enn játa að
þeir í raun og veru hef8u á rjettu að standa í þessu stríði. Fjöl-
mennir fundar hafa veriS haldnir urn allt land til að láta í ljósi
álit sitt, og til þess a5 byðja stjórnina um a5 viðurkenna þá stjórn
Ungverjalands, sem nú er, og reyna að frelsa það með því móti.
Göfugustu höfðingjar hafa staðið fypr sumum af þessum fundum,
því þeir eru ei hræddir við að vera frjáislyndir á Englandi eins
og sumstaðar annarstaðar. En einkum hjelt Cobden merkilega
ræðu á einum þessara funda, til að sýna að styrkur Rússlands
og auður stjórnarinnar þar, væri ei svo óþrjótandi sem margir
hjeldu. Hann kvaðst sjálfur hafa verið þar og þekkja vel til allra
skatta og tekja, og stakk því uppá að menn skylduíaka sig saman
um að lána ei þessum þjóðmorðingja stjórnum einn skilding til
að heyja guðlaus stríð fyrir. Ef nokkur hjereptir á Englandi væri
nógu heimskur og vesæll til þess samt að vilja gera það, kvaðst
hann, friðarmaðurinn, skula halda slíkan fund, að enginn vissi dæmi
til, í Lundúnum, til að koma upp um þá skömminni. En ekki
hafa þessir fundar enn þá komið stjórninni til að gera nokkuð
opinberlega fyrir Ungverjaland — vjer efustum ei um að hún
muni leynilega hafa lagt inn bann sitt hjá Nikolási, en hvort það
tjáir er annað mál. Teleki og Pulzky eru nú báðir í Lundúnum,
til þess að reyna að gagna landi sínu, og hefur þeim allstaðar verið
prýðilga tekið, en hvað samningum þeirra við Palmerston líður
getum vjer ei vitað. Af síðustu ræðu hans leit svo út sem hann
væri eitthvað að hugsa um að miðla málum, hvort sem það nú
cr mögulegt lengur eða ei, því að hann vilji reyna að halda uppi