Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 122
124
NORBUnrAlll.
það undir sig, hefur verið höfundur og stoð hins sanna frelsis,
“eyðir villu, frömuður snilli,” sem aldrei hefur spillt hinum karl-
mannlegu og frjálsu lögum feðra sinna með hlægilegri eptirstælingu
af og samtíningi úr hinum svo rangnefnda rdmverska rjetli. ftví
hann var aldrei lög hins frjálsa og mikla rómverska alsherjarríkis,
en samsafn af keisaralegum býzantínskum tilskipunum og stjór-
narreglum stólkonunga, cða rjettara sagt skrílhöfðingja í ðliklagarði,
sem hinn frjálsi Norðmaður, Haraldur Sigurðsson hafði svo margar
og gildar ástæður til að fyrirlíta og blinda. Englendingar hafa
aldrei verið svo heiinskir, eins og flestar þjóðir á meginlandinu,
að spilla Iagastofrii sínum með slikum viðbótum, en þeir hafa
haldið hinum fornu og frjálsmannlegu siðum áa sinna: kviðburði
og lögþingum, og aðeins endurbætt þá í anda kristindómsins og
menntanarinnar. Og hver er sá, sem nú geti að neitað því, að
þar sem engil-saxnesk lög ganga yfir, þar blómgist ei allt miklu betur
enn annarstaðar? Liti menn til Englamfs og dóttur þess í Norður-
Ameríku og íhugi þann uppgang, sem þessi lönd eru í, og segi
svo hvar betra er, þar eða í einveldislöndonum, Rússlandi t. a. m.
og Frakklandi, því þó Frakkar sjálfir kalli land sitt res publica,
þá tökum vjer það ei ncrna í spaugi og teljum það öngu að síður
enn með hlægilegustu harðstjórnarlöndum. En England er aptur á mót
hin sannasta res publica, þó forsetadæmið gangi í erfðir, því
hvergi ræður það, sem Þjófrólfur kallar “almenningsálit”, eins miklu
um og þar, og enginn er sá konungur þar eða höfðingi, sem láti
sjer til hugar koma að þrjóskast móti því. jáað land, sem stjórn-
inni er hagað í á þann hátt, er og verður sannarlega frjálst, því
þar getur aldrei ávinningur eins manns orðið meira metinn enn
hagur alls landsins eins og er í einvalda ríkjonum, og orð Hora-
tius eiga þar hvergi við:
Ovi<lqvid delirant reges plectuntur Achivi.”
Og þó eru sumir menn að láta sjer um munn fara, að England
sje ekki frjálst og þykjast vera bornir til að laga og endurbæta
alla ókasti þar. Um einvaldana og harðstjórana eigum vjer
líka hægt með að skilja þetta, því þeir hata England sökum haturs
þess, sem þeir bera til allrar skynsemi, og tala annað hvort þvert
unt hugann af reiði, eða af því þeir eru búnir að bæla svo lengí
niður alla frjálsa brúkan skynseminnar, að þeim loks eins og
Nebúkadnezar hefur sjálfum verið formunað að sjá Ijós hennar.
En þegar vjer heyrum þá úr þrældómslöndonum, sem kalla sig
frjálslynda og lýðholla þó þeir í raun og veru ekki viti fremur
hvað frelsi er enn ómálga dýr — þegar vjer heyrum þessa við-
væninga í frelsinu vera að tala með fyrirlitningu um hið eldgamla
frelsi Englands, þá dettur oss æfinlega í hug vísa Gröndahls:
“Pað , var inesta ofdirfð af
Otilkjörnu tlóni,
Að rísta þenna þussastaí
rurlákssyni Jóni.”