Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 159
F&ELSIS HREIFINOARNAB.
1G1
Jieir mega aldrei láta fjandmennina vera í friði, hvorki ntítt nje dag, en
vekja J>á af hverjum blundi með klukknahljómi og öðrum látum,
svo þeim verði aldrei svefns auðið í því Iandi, sem þeir svo sví-
virðlega ætla að eyðileggja. Hver flokkur á þó að vera í sambandi
við einhvern reglulegan hcrflokk, og fylgja boðum hershöfðingja
hans — en Horvath sjálfur ætlar að stanða fyrir allri krossferðinni.
Ibúendurnir eiga að flytja allar vistir burt úr þorpum, og leggja
eld í þau þegar fjandmennirnir nálgast, svo þeir deyi úr sulti
og seiru — því landið verði svo lagt í eyði hvort sem heldur sje,
og þá sje bezt þeir fái að kenna á því, sem orsökin sjeu til eyðileggingar-
innar. jietta er yfir höfuð sama aðferð og Spánverjar höfðu við
Napóleon, að hætta sjer aldrei í reglulegar orrustur, en láta alla
þjóðina berjast, og Kossuth kvað líka þess vcgna hafa látið snúa
enskum bókum um spánska stríðið í vetr, til þess að sýna löndum
sínum að menn þó geta sigrað á þenna hátt á cndanum. Kn
hjer er þó allt miklu stórkostlegra enn þar var á báðar hliðar, og
enginn getur sagt hvað úr þessu jötnastríði verður. Frá Kossuth
sjálfum höfum vjer ekkert heyrt síðan hann fór til Szegedin.
Um sjálft stríðið er allt miklu óljósara enn um hina fyrri
herferð, þó þar sje enn mart óvíst. Austurríki hafði gert allt sem
það gat til að skapa nýjan her og gat að öllu samtöldu Ioksins
sent 150000 manna móti Magyörum. Welden varci lengur látinn
vera fyrir aðal-hernum enn meðan hann lá um kyrrt í Pressburg;
þegar herferðin byrjaði var hinn blöðugi Bresciu Haynau settur
yfir hann, og Magyarar voru þannig á stuttum tíma búnir að slíta
upp tveimur æðstu hcrshöfðingjum fyrir Austurríkismönnum. Hayn-
au brázt ei þeirri von, sem menn æfinlcga höfðu um hann, og
undir eins og hann var búinn að taka við herstjórninni byrjaði
hann að láta hengja og skjóta saklausa vcglynda menn i Pressburg
án dóms og laga, og göfugar konur Ijet hann opinberlega hýða(!!l)
á torgum úti, af því þær grjetu yfir hinni þrælslegu meðferð á
föðurlandi sínu. Jiað er ótrúlegt að slik níðingsverk skuli nú
geta haft sjer stað, sem hann og Vínarstjórnin hafa unnið þetta
ár — og þó er það allt satt. Blóðugustu grimmdarverkin úr
gömlu byltingunni frakknesku eru ekkert móti þeim, sem hin
keisaralega stjórn nú daglega vinnur, því hún hlífir hverki konum
nje ómálga börnum: konu Pulzky’s, sem hefur verið i Vínarborg
síðan hann flúði í fyrra, átti nýlega að hengja þar, en, sem betur
fór, gat hún forðað sjer í karlmannsbúningi. En menn geta ei
annað enn dázt að stillingu og mannúð Magyara, sem fara eins
vel með hertekna menn af fjandmönnonum eptir sem áður, þó
þeir heyri daglega um voðaverk þau, sem unnin eru á löndum
þeirra; og væri þó náttúrlegra þó þeir í örvinglan gripu til ein-
hverra illra úrræða, þegar þeir sjá hver ósköp eru gerð til að kúga
frelsi þeirra og ef bezt tekst að utrýma þjóð þeirra af jörðinni.
Rússa-herinn, sem móti þeim er sendur, er að öllu samtöldu
talinn meir enn 250000 manna, sem koma að þeim að norðan
L