Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 148
150
NORBURFARI.
hann sjer að það rauni vera hægt að brúka slíkan mann sem
Louis Napoeléon til hvers sem vera skuli, með því dálítið að láta
eptir hjegdmadýrS hans um stund, og Ðegja honum svo frá sjer
þegar hans ei lengur þarf með. AS svo sje og fyrir mörgum af
aSstoðarniönnum hans á Frakklandi er auðvita, því hvorki lögerf-
ðamenn nje Orleanistar unna honum nje unnast sjálfir innbyrðis,
en halda aðeins saman meðan þeim er þaS öldungis nauðssynlegt.
Hvert þeir muni geta setið á sjer svo lengi, er aptur annað mál
og mjög svo efasamt —• að minnsta kosti er nú þegar farið að
tala um dvináttu milli Thiers og Montalembert, sem þá á aS vera
genginn í flokk lögerfðamanna. En úr þessu eins og svo mörgu
öSru verður tímalengðin að ráða, og það er æfinlega merkilegt
að taka eptir hvað úr Frakklandi muni verða á endanum.
Vjer snúum nú sögunni að endingu frá allri þessari spillingu til
hinnar einustu þjöðar á meginlandina, sem í ár hefur sýnt sig
frelsinu maklega — því Jlagyarar hafa barist eins og menn og
hvort sem þeir sigra eða falla hefur Kossuth halðið uppi sdma
lands síns. Öll Evröpa horfir nú líka með von og kvíða yfir að
binum bldðuga vígvelli í Ungverjalandi, því menn finna að þar er
barist um forlög hennar. En svo Ijöst sem þaS er að þetta stríð
er, af Magyara hálfu, eitthvert hið veglegasta og glæsilegasta, sem
nokkurn tíma hefur verið háS, svo öljtís eru þö enn öll atvik úr
því; og menn verSa því að bíSa þess að kunnugirmenn riti sögu
hinnar störgjörðu frelsis-baráttu og segi nákvæmlega frá hinum
miklu orrustum, áSur enn menn geti rjettilega veitt hverjum fyrir
sig þann skerf, sem honum ber af hinni dæmafáu frægð, er Ma-
gyarar nú í sameiningu hafa áunnið sjer — þvi aldrei hefur nokkur
þjöð risið eins möti rangsleitni og kúgan og þessi hin eina. Vjer
getum því hjer að eins getið aðalatriðanna, og þó ekki einu sinni
meS vissu ábyrgst aS þau sjeu fullkomlega nákvæm.
Ráðaneyti þaS, sem hershöfðingjarnir í Vínarborg höfSu fengiS
hinum unga keisara eptir að hann tók viS stjórn, var öldungis
samansett afmönnum, sem voru úr hinum gamla skóla Metternich’s,
og allt vildu vinna til að geta búið til sterka einingarstjórn yfir
mjög ólíkum þjóðum, og sem þeir engan rjett höfðu til að stjórna
öðruvísi enn eptir landslögum. Schwarzenberg fursti, forselinn,
og Stadion greifi, innanríkisstjórinn, voru ei þeir menn, sem
kærSu sig mikið um þó þeir skertu rjettindi annara. ’jþeir höfSu
nú ásett sjer að draga Ungverjaland inn undir hið litla erkihertoga-
dæmi Austurríki, og til þessa loflega fyrirtækis hjeldu þeir aS öll
meðöl væru leyfileg. Ekki þótti þeim neitt í það varið þó þeir
áSur yrðu aS troða undir fótum heilagan rjett þjóða og manna,
og kollvarpa lögum og rfki, sem eldra er enn sjálf Habsborgar
ætt, er þeir þó þóttust gera allt fyrir. Windischgratz var, eins
og vjer áSur höfum sagt, látinn fara á stað með lið sitt þegar
hann var búinn aS hvíla þaS nógu lengi og útbúa í Vín, án þess
?.ð nokkurt tillit væri tekið til mótmæla magyarska þingsins. Hinir