Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 181
SVAR TIL REYKJAVÍKURPÓ5TSINS.
183
skipti orðum við hann um þetta mál — það er rjett eins og ef
menn vildn kalla það að kenna Grisku, að geta þess um leið og
menn væru að lesa fyrir yfir Latínu, að í griska stafroinu væru
ýmsir stafir, sem engir svöruðu til í hinn latínska. Allir aðrir enn
danskaðir lögfræðingar íslenzkir, þeir sem mest tala um hver undur
þeir hafi lært í íslenzkum lögum við háskólann hjerna , vita það,
að, þó annarlegir lagabálkarhaO verið lögleiddir í stað sumra hálkanna
í Jónsbok, þá er hún þó alltaf enn álitin hin eiginlega lögbók
Islendinga, eins og dönsku lög Kristjáns V. hingað til hafa verið
frumlög Dana, og engum heilvita manni getur dottið í hug að
kalla það lagakennslu, sem ei gengur út frá sjálfum stofninum.
Allir aðrir enn þeir, sem meta meir erlendar pappírssnuddur
cnn velmeigan fósturjarðar sinnar, vita líka að það sem lögfræðingum,
er nýtir vilja verða þjóð sinni, einkum ríður á, er að læra vel og
kynna sjer nákvæmlega stjórnarsögu lands síns. En hver vill segja,
að íslenzkum lögfræðingum sje kennt nokkuð í sögu Islands við
háskólann í Höfn ? Vjer furðum oss því heldur engan veginn á
því, þó sumir óskólagengnir menn heima, sjeu betur að sjer í henni
enn margir “latínsku júristarnir” hjeðan, því vjer vitum ýmsa slíka
menn, sem með hrósverðri alúð og miklum árangri hafa Iagt sig
eptir sögu landsins, þar sem vjer hinsvegar vitum um lögfræðingana,
að þeim að minnsta kosti ekki er kennt nokkuð í henni við há-
skólann hjer. Eða vill Reykjavp. kannske takast á hendur að nefna
oss nokkum íslenzkan lögfræðing, sem án þess að segja ósatt, geti
játað, að hann eigi háskólanum í Kaupmannahöfn, að þakka fyrir
kunnáttu sína í íslenzkri lögfræði og stjórnarsögu ? Vjer höldum
að þetta muni verða honum örðugt, og það lítur Ilka svo út sem
hann sjálfur hafl fundið til, að eitthvað væri þó satt í því, sem
vjer höfum sagt; því, þegar hann er búinn að slá háskólanum
hjerna nokkra gullhamra, flýtir hann sjer strax að eyða allri ná-
kvæmari eptirtekt á máiinu með því mikillega að byrja að útlista
hye æskilegt það væri ef sjerstakur kennari væri settur við háskólann
í Höfn í íslenzkum lögum — líklega af því hann þykist vita að
svo auðmjúk ósk ekki geti verið synd á móti hinum æðri yflr-
völdum. Hann talar jafnvel svo, sem þetta þegar sje ákomið, og
segir Islendingum þá sje svo fullkomlega borgið, að þeir þurfi
ei lengur að kvarta — rjett eins og þessi vissa, en cngu að síður
enn þá eintóma von og ósk hans, geti í minnsta máta rírt sannleik
orða vorra, að Islendingum nú öldungis ekki sjeu kennd íslenzk
lög við háskólann í Höfn. Vjer fyrir vort leiti getum að minnsta
kosti ekki hlakkað yfir því, sem vjer engin merki sjáum til að úr
eigi að verða, og þó það sje fjærri oss að vilja neita, «ð kennari í
íslenzkum lögum við háskólann hjerna, væri mikil bót, þá eigum
vjer samt ekki hægt með að sjá annað, cnn að lagaskóli heima á
Islandi þó væri miklu betri og nytsamari. Reykjavp. segir reyndar,
að það verði æfinlega ómögulegt að koma þar upp öðruvísi lög-
fræðingum enn á borð við “hina svo kölluðu dönsku júrista”. En