Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 37
FIIELSIS HREIEINGARKAR.
39
{>ví sem Cæsar lýsir þeim fyrir nærfelt 2000 árum: “studiosi
rerum novarum”, deyrir og nýbreytingasamir; og það sáu menn í
Júní mánuði í sumar, að þcir enn geta barist með sömu hreysti
og hörku fyrir því, sem Jieir vilja, og hinir fornu Nervii börðust
fyrir frelsi sínu við Cæsar. — En látum oss ei orðlengja þctta,
og förum heldur að skoða þjóðirnar eins og þær koma fyrir,
hverja útaf fyrir sig, og að því leiti sem þær vilja eiga þátt í
hinu almenna siðaða mannfjelagi. Skulum vjer reyna að segja svo
sannlega frá um það mál, sem vjer vitum bezt; en það má geta
nærri að þetta litla ágrip getur ei verið byggt á sjálfsko8an, eða
ætlað sjer að leiða óhrekjandi rök til þess, sem það segir.
jiað er ekki og á ekki að vera annað enn útdráttur úr því,
sem nú er almennt álitið og fróðum mönnum ber að mestu leiti
saman um, til þess að leiðbeina almenningi og hjálpa honum til
þess betur að geta skilið breytingar þær, sem nú eru alltaf að verða
á ríkjum og ríkjaskipan, og sem æfinlega munu hafa í fylgi með
sjer ryskingar miklar ogóspektir, þangað til stjórnarmennirnir skilja
það aS fullu, að ei tjáir annað enn að lofa þjóðonum sjálfum
og óáreittum að ganga hina eðlilegu götu sína.
Á vorum hnetti telja menn að búi hjerumbil 864 milliónir
manna;': en þessi fjöldi er innbyrðis svo ólíkur bæði að útliti og
eðli, að menn hafa leiðst til að skipta öllu mannkyninu í ymsa
kynstofna, og flokka það svo eptir útliti og sköpulagi. Hinn þýzki
náttúrufræðingur Blumenbach og hinn frægi frakkneski mannvi-
tringur Cuvier voru hinir fyrstu, sem með nákvæmni og skarpleik
greindu milli þessara kynstofna, og tiltóku hiS auðkennillega viS
hvern þeirra. Byggðu þeir skipting sina einkum á lögun höfuð-
skeljarinnar og andlitsins, á hörunds lit og hára; en þó bar þeim
ei með öllu saman í álili sínu, því Cuvier vildi að eins skipta í 3
aðal-flokka, þar sem Blumenbach vildi láta þá vera 5. Cuvier
vildi ei álita Ameríku kyn og Malæja sem kynstofn fyrir sig, en
einungis sem meðalliði milli Kákasus kyns og Mongóla á annan
bógin, og þess og Svartmanna á hinn; mismunurinn er því ekki
verulegur og óútkljáð um hann enn, en skipting Blumenbach’s hefur
orðið hin algengasta í ritum, og er hún þessi:
I. Kákasus kyn. jjað eru menn bjartir á yfirlit, meS mjúkt,
óhrokkið eða liðaS hár, mikin skeggvövt og fegurst lagað
höfuS — kringlótt en þó heldur aflangt. jietta kyn hefur
breiðst víSast út — frá hinum bengalska og serkneska flóa í
skáhallri stefnu til útnorðurs um alla Fram-Asíu, meS röndum
hálendis Bak-Asíu, og um norSurhluta Afriku suður aS hinum
mikla sandi.** Áuk þessara landa, sem frá aldaöðli má
* Hjer og annars staðar, þar sein um fólksfjölda og aðrar talna stærðir
er að sjöra, förum vjer eptir Albrecht von Roon’s Grundziige der
Erd-Völker- und Siaaien-Kunde. Berlinni 1837-45.
** Eptir að Mahóinet hafði stofnað Kalífa rikið lögðu Serkir undir sig
Norður - Afriku, þar sem Rómverjar höfðu áður ráðið löndum: þaðan
unnu þeir Spán og um stund Sikiley, Maftey og nokkuð af Piíli. t Norrænir
menn köllnðu þvi öll þessi lönd Serkland, þo ei væru fruinþjóðir þeirra