Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 10
12
SOBBrRFARI.
andi, aí kosningar aíferðinni veríi ei svo háttað, að hún geti í
verkinu ónýtt ágæti laganna sjálfra, eins og t. a. m. tvöfaldar kos-
ningar eru mjög vel lagaðar til. En um þær þurfum vjer hjer ei
að tala eða sýna skaðsemi þeirra, þar eð það lítur svo út, sem
flestir menn á Islandi sjeu á það sátlir að leiða ei þann vogest
inn í land vort. Annað átriði, er snertir kosningaraíferðina, vild-
um vjer heldur drepa á, og það er um niðurskipan kjördæmanna.
Oss þykir það mál ei svo lítils vert, og furðum oss því á að
því skuli hingað til ei hafa verið meiri gaumur gefinn; því það
er þó auðvitað að kjósendum verður að vera mikið undir því
komið að kosningum sje svo hagað, að þær verði þeim ei erfiðari
enn þarf, svo þeir fyrir örðugleika sakir verði að vanrækja þær.
Meðan ekki var valinn nema einn þingmaður fyrir hverja sýslu,
var ástæða til að takmarka kjördæmin eptir sýsluskiptonum; cn
nú þegar hver sýsla mun verða látin velja fleiri enn einn þing-
mann, getum vjer ei lengur sjeð neina ástæðu til að halda hinni
gömlu kjördæmaskiptingu. Allir sjá, að það er örðugra fyrir alla
sýslubúa að sækja til eins staðar, hversu haganlega sem hann
svo er valinn, heldur enn að mega skipta sjer í flokka og taka
sjer svo marga þingstaði, sem þingmennirnir, er velja á, eru
margir. Menn kynnu að berja því við, að þá gæti ei sýslumað-
urinn verið kjörstjóri, en vjer sjáum enga nauðsyn á því; því
sýslumaður getur eins fyrir því boðað kjörþingin, þegar honum
koma boð stjórnarinnar um hvenær þau eiga að vera, og það er
í sjálfu sjer eðlilegast að kjósendur velji sjer sjálfir kjörstjóra
á staðnum til að stjóma kjörfundonum I hvert skipti. |>að er
þvi uppástunga vor, að menn skipti ölltt landinu í eins mörg
kjördæmi eins og þingmenn eiga að vera margir, og hvert kjör-
dæmi velji sinn þingmann útaf fyrir sig. I þessari niðurskipan
kjördæmanna, ættu menn þá einungis að hafa tillit til þess hvað
hægast og fyrirhafnarminnst er fyrir þá, sem sækja eiga kjörfund-
ina, og hirða ei um þó sinn partur eins kjördæmis yrði sumstaðar
í hverri sýslu, en þingstaðurinn skyldi ráða undir hvern sýslu-
mann kjörðæmið heyrði.
Eitt af því, sem til umtals mun koma á þinginu að ári, er
sjálfsagt það, hvar alþingi skuli haldið eptirleiðis. Vjer viljum
ei leyna því, að vjer erum úr flokki þeirra, sem álita það fegurst
og bezt að hið endurreista þjóðþing Islendinga sje sett á hin-
um fornu stöðvum forfeðra vorra við Öxará. ftar var í fyrstu
gróðursett frelsi þjóðar vorrar, og hvað sem menn svo í skopi
segja um skáldlega hugarburði, þá er þó og verður lögbcrg sá
klettur, sem Islendingum æfmlega mun hugfeldast að byggja á
þjóðfrclsi sitt, og vjer efumst því heldur ei um að margur góður
drengur, muni að ári ganga örugglega fram og gera sitt til, að
það megi sigurinn úr bítum bcra.
Nú höfum vjer stuttlega drepið á þau aðalmál, sem líklcgt
er að rædd verði á þingi Islendinga að sumri. feir mcnn, scm