Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 160
IG2
nORBURFARI.
austan og vcstan úr öllum áttum, meðan Austurrikismenn fara
að sunnan og vestan, og allur her bandamanna er því fullar 400000.
Móti þessum sæg hafa Ungverjar ekki nema 180000 af relgulegu
liði, sem útbúið var í Debreczin í vetur — en þeir hafa duglega og
æfða hershöfðingja * og alla þjóðina með sjer, og víst er það að
Paskewitz fannst hann þurfa að fara svo varlega að öllu og búa
sig svo vel undir, að hin eiginlega herferð inn i landið gat ekki
byrjað fyrr enn fyrst í Júní. En síðan er líka allt óljóst hvað
þar inni gerist, því óvina líðið liggur eins og ormur utan um allt
landið, og menn fá ei frjettir nema með Vínarblöðonum, sem ckkert
mega segja nema það, sem þeim er skipað. Samt vita menn að
Haynau, sem fyrst átti að fara fyrir norðan Dóná og ytir Waag,
gat ekki komist þá lcið fyrir Görgey, en varð eptir margar blóð-
ugar orrustur að snauta suður yfir ána og halda svo inní landið.
Choritz var skilinn eptir við Komorn til að setjast um þann
óvinnandi kastala, og Haynau fór á eptir Rúdiger til Pesthar,
eptir að hann líka til einskis hafði reynt að brjótast norður yfir
Dóná við Acs og Gran. Ungverska stjórnin flutti sig þá, eins og
vjer áður höfum getið, til Szcgedin 27. Júní, af því hún vildi
ekki láta eyðileggja höfuðborgina með bardaga um hana, og Görgey
hafði áður látið rífa niður kastalavirkin útan um Buda, svo þaðan
aldrei framar yrði skotið á Pesth, eins og Henzi hafði gert. En
á meðan Haynau ogRúdiger hjeldu á fram þessa leið kom Paske-
witz með meginherinn rússneska að norðan gegnum Duklaskarð,
og Grabbe tók Schemnitz og Kremnitz. ’jjað var sagt að Dem-
binisky hefði norður frá átt að vera móti hinum gamla fjandmanni
sínum, en aldrei heyrðu menn neitt víst um orrustur, og snemma í
Júlí var Paskewitz kominn suður að Pesth, og hafði áður látið
Czeodaj ew taka Debreczin. Um þetta leiti leit svo út sem Görgey
væri öldungis innilokaður við Komorn, og menn töluðu mart
um ósamþykki milli hans og Dembinsky’s, en 16. Júlí brauzt
hann allt í einu eins og Ijón gegnum allar hergirdingar norður
eptir, og var áður enn Rússar gætu áttað sig kominn til Lo-
soncz. Hann hafði barist ágætlega um daginn og hrakið Paske-
witz til baka til Duna-Kerz — þar var þá og sagt að Dembinsky
hefði barið á honum — en um nóttina fór hann leiðar sinnar og
skildi aðeins eptir lítin flokk við Waitzen, scm barðist svo hetju-
lega, aðRússar hjeldu það væri meginherinn, og sáu ei villu sína
fyrr enn um morguninn. En þá var Görgey kominn langt burtu
og Paskewitz varð að draga að sjer liðið frá Debreczin aptur og
látaGrabbe og Sacken, sem þá kom að norðan, elta Görgey. Um
sama leiti og þetta varð, var Jellachich unnin suður frá af Ung-
verjum og rekinn frá Peterwardein, en hver hershöfðinginn hefði verið
bar frjettonum ei saman um, því sumar ljetu það vera Bem, sem
* HelztuliershöfðingjarUngrerja nií em: Dembinsky, Bem, Görgey,
Klapka, Guyon (enskur), Perzel, Nagy Sandor, Aulich, Vetter,
Wicocsky, Deswöffy, K i s z og Da mi ani t z.