Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 60
62
HORBl'RFARI.
til Spánar á undan Keltum, og þegar Rómverjar komu þar fyrst hittu
þeir báðar þessar þjóðir fyrir og kölluðu þá Celt-lberi. Baskar
búa nu beggja megin við Pýreneafjöll: í hinum basknesku bjeröð-
um á Spáni (300000), og í Gascogne áFrakklandi (135000). jjeir
kalla sig sjálflr Eskaldunak, og hafa furðanlega haldið máli sínu
(Eskuara) og fornum siðum, þó betur á Spáni enn Frakklandi;
þeir eru herskáir og hraustir, og á Don Carlos æfinlega vissast
hæli hjá þeim þegar hann er aS vekja ófrið á Spáni.
Innanum Baska á Frakklandi búa 8000 menn, sem enginn
veit hverrar þjóðar eru; þeir eru kallaíir Cago ts, og halda sumir
þá vera leyfar af Alönum. Sunnan til á Spáni eru líka 50000
menn, sem enn tala Serknesku; það eru leyfar af Mórum, sem
hafa orðið eptir í nokkrum dölum í Andalusíu, og eru þar kallaðir
Móriskar. UmZígeuna, Ermska menn, og Gyðinga í Ev-
rópu þurfum vjer ei að tala; þeir eru alstaðar og hvergi, en engin
stjórnarheild fyrir sig. Af Gyðingnm telja menn annars fleiri enn
2| millíón, sem eru tvístraðir um hin ymsu lönd Norðurálfunnar.
Af Mongóla kyni eru ekki margar þjóðir í Evrópu, en þó af
tveimur aðal-flokkonum: hinum tartarska og hinum úralska. Af
hinum fyrr nefnda teljum vjer fyrst af hinni miklu Tyrkja ætt:
Osmana (Osmanli), sem svo eru kallaðir eptir höfundi ríkis
þeirra. jjeir hafa nú enga líkingu af Mongóla kyni í útliti, en
eru fallegustu og tiguglegustu menn, drenglyndir og vinafastir. jþó
þeir ráði yfir meir enn 12 millíónum manna i Evrópu, þá eru
þeir þó ej sjálfir fleiri þar enn 710000, og búa einkum iMiklagarði og
annarstaðar í hinum stærri stöðum; þeir eru almennast kallaðir
Tyrkjar og ekki annað. Mjög náskyldir þeim eru Turkomanar,
eitthvað 10000 í riki Osmana í Evrópu, en ekki cru þeir þó
taldir með hinni drottnandi þjóð. Af hinni tyrknesku þjóða ætt,
en ómerkilegri, eru lika hinir svo kölluðu Tyrk-Tartarar sem
búá á víð og dreif suðaustan til á Rússlandi, frá miðjum Ural-
fjöllum suður að Kákasus og vestur fyrir Dnieper. jýeir eru yfir
eina millíón að tölu, og skiptast í margar smáþjóðir: Baskirar
og Metsj erj a kar nyrðst í Orenburg: Wol ga-Tyrkj ar fyrir
sunnanhina, ogiKasan, Saratow og Astrachan — þeir eru litlar leyfar
þeirra, sem einu sinni drottnuðu yfir Rússlandi og voru þá kallaðir
Mongólar; Nogayar og Kúmúkkar búa suður við Kákasus og
og í Tauríu, Jekaterinoslaw og Cherson. Allar þessar þjóðir hefur
Rússa keisari nú í Kosakka lið sitt, en Tyrk-Tartarar eru þeir
þess vegna kallaðir, að þcir eru tyrkneskir að máli en mongólskir
að útliti. Tsjúvaskar í Kasan, Orenburg og Simbrisk eru og
tyrkneskrar ættar.
Af hinum úralska flokki nefnum vjer fyrst Magyara (frmbr.
Mazjarar); þeir eru hjerumbil 6 millíónir ásamt Szeklutn í
Sjöborgaríki og Jazygum og Kúmönum, sem eiginlega eiga að
vera tyrkneskrar ættar, en nú eru fyrir löngu orðnir alveg magy-
arskir og búa í miðju Ungverjalandi. Sama er um Magyara sein