Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 180
182
NORBURFAHI.
kenna náttúrufræði íslands við hásktílann i Höfn ? Ætli hann þyrfti
ekki að fá allar steina, dýra, og grasa tegundir frá Islandi fyrrst!—■
og einmilt svona er því varið með sjúkdtíma tegundirnar. Hefur
ekki einmitt danska stjórnin sjálf, með því að scnda náttúrufræðinga
og lækna upp til Islands, játað, að í raun og veru verði Islands
náttúru- og sjúkdómafræði ekki lærð nema í sjálfu landinu? Og hvað
hafa þó þessir náttúrufræðingar og læknar, sem einungis hafa verið
þar um stuttan tíma, getað lært til hlítar? Eptir minni sannfæringu
mundi einn heill mannsaldur ekki hrökkva til að geta áunnið sjer
nákvæma þekkingu um islenzkar sjúkdöma tegundir, þó læknaskóli
væri í Reykjavík með þremur eða fjórum læknum, og það er víst
að við háskólann hjer f Höfn verður sjúkdómafræði Islands aldrei
numin þó menn lesi og læri til dómadags.
“jiað er óþarfi fyrir fíeykjavp., að vera að rembast við að færa
sönnur á mál sitt með einstaka hleypidómutn , hvort heldur þeir
eru frá alþingi eða annarstaðar að, þvi engin sönnun liggur í
þeim; og þar sem hann segir “að það sje sýnt og sannað til
hlítar, að spítali geti ekki komist hjer á [mun eiga að vera í
Reykjavík] nema að nafninu”, þá get og ekki tekið þetta nema í
báði sagt, því allir vita að aldrei hefur verið reynt að stofna
spítala í Reykjavík, og fíeykjavp. mun þó varla geta ætlast til að
sjúkir menn fari að leggjast á Skildinganessmelum eða í holtonum
í kringum bæinn I
“Jeg vona að þjer látið ekki slíkt þvaður sem það, er stendur
í Reykjavíkurpóstinum, hamla stefnu yðar, hvaðan sem það svo
kemur að. Mjer þykir óþarfi að svara slíkum ritgjörðum orði
til orðs, því þær eru þess ekki verðar, og það er að eyða tiðinni
til ónýtis að gefa þeim nokkurn gaum. Mjer hafa borist í hendur
frá löndum minum ýmsir sleggjudómar um íslenzk læknamálefni,
sem jeg að nokkru leiti hefi verið viðriðinn; en mjer hefur enn
þá ekki fundist ómaksins vert að svara þeim á Islenzku, og á
Dönsku get eg ei svarað nema þeim verði minnkun að , og það
vil eg ei gjöra. Jeg vona sá tími komi bráðum, að íslendingar
sjái hvar þá rekur að með læknaskipanina, og þá mun tíð að
ávarpa þá með nokkrum orðum.”
Klampenborg, 24. Apríl 1849. “Yðar vin
“J. Hjaltalín.” „
Svona talar maður, sem vit helur á, um læknakennslu á Islandi
og álit Reykjavp. um hana, og vjer þurfum öngu þar við að bæta.
Viðvikjandi lagakennslunni furðar Reykjavp. sig á því, að oss þyki
enda hvað mest nauðsyn á að hún sje í landinu sjálfu; en hversu
miklu fremur má hann þá ei furða sig nú þegar vjer bætum því
við, að eptir áliti voru geti Isfo.id aldrei orðið frjálst fyrr enn
uppspretta laga þess, og þá líka kennslan á þeim sje alveg flutt
þangað. Ef Reykjavp. kallar það lagakennslu, að kennarar, sem eru
að lesa fyrir yfir önnur lög, einnstöku sinnum geta lagaboða, sem
eru sjerstakleg fyrir Island, þá er hann þess ei verður, að menn