Norðurfari - 01.01.1849, Page 35
FRELSIS HREIFINGARNAR.
37
FRELSIS HREIFINGARNAR MEDAL þJOÐANNA.
1.
FRÁ JíJÓBUM OG 8TJÓRNARHÁTTCM EINKUM
Í NORBURÁLFUHHI.
Enginn er nytsamari fróðleikur til enn veraldarsagan og, að undan
tekinni skoðan hinnar stdrkostlegu dýrðar og furðuverka náltúrunnar,
maklegri þess, að menn með undran og lotningu vcrji stundum
sínum til að kynna sjer og rannsaka hina endalausu fjársjdði hennar.
Hún er undirstaða allrar sannrar þekkingar og vizku, J>ví hún er
árangur ótal alda og reynslu þjóðanna, sem er of dýrkeypt til þess
að þær ei skuli nema af henni allt, sem þær geta. “þekktu sjálfan
þig,” sögðu forn-Grikkir; og sagan er einmitt bezta meðalið til
þessa. Hún er skuggsjá sú, sem forsjónin sjálf hefur fengið mönn-
onum til þess að skoða sig í; þeir geta í henni sjeð, ef þeir ei
sjálfir snúa sjer undan, yfir víðlendi liðinna tíma — hverjum þeir
eigi að reyna að likjast, og hverra víti þeir eigi að forðast. Og
eins og menn þar í móðu geta að líta bernzku sína og fyrstu við-
burði inní gráma fornaldar, eins má þar og sjá í þoku fram á hið
ófarna skeið, og griila í Ijóma margrar ókominnar dýrðar, sem
síðar meir er ætluð til þess að breiðaút skyn sitt yfir allan heim.
“Að vita ei, hvað orðið hafi fyrir burð sinn,” segir Cicero,* “það
er að vera æfinlegt barn. því hvað er aldur mannsins, nema
endurminning liðinna alda sje tengd við viðburði vorrar æfi ?”
Og vissulega væri það undarleg tilvera, svo einmana, snauð og
sem á bcrsvæði, ef menn gætu ímyndað sjer cinhvern þann mann,
sem allt í einu gleymdi öllu því sem áður var; bann ætti þá ei
lengur heima í þessu mannfjelagi, þar sem allt væri honum ókun-
nugt, nje væri fastur við þessa jörð þó hann dveldist þar: þvi
það cr einmitt endurminningin og það scm hana skapar, sem bin-
dur menn föstustum böndum við þenna heim. Og vissi hann
aldrei neitt um það, sem áður var enn hann fæddist, þá væri
líf hans líkast lífi jurtanna, svo að hann reyndar nærðist og væri
kvikur eins og þær, en með öllu ófær til að taka þátt í samlífi
lífsheildar slíkrar, sem mannkynið er; lilvera hans væri eins og
barnsins í vöggunni, óljós draumur og endalaust mók. En af
þessu móki vekur sagan um hið liðna menn, um leið og hún
vekur þá til sjálfsmeðvitundar, svo þeir geta áttað sig í heiminum
og byrjað að neyta skinseminnar; og það var þvf ei þýðingarlaust
að forfeður okkar gjörðu Sögu að gyðju, og ijetu hana drekka með
Oðni um alla daga. Jieir skildu það, að hún er uppspretta vizkunn-
ar, og hinn sanni Mímis brunnur; að hún er rödd liðinna kyn-
slóða til þeirra, sem eptir lifa — rödd sem bæði gelur hvatt og
aðvarað; og að hún er arfur sá, sem forfeðurnir skilja eptir öllum
* De Orai,, c.vp. 34.