Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 70
72
NORBURÍAIU.
vjer engan veginn gjöra sumum af samlagsmönnum svo rangt til,
að það eiginlega sje álit þeirra a8 svo eigi að vera, sem leiða má
út af lærdómi þeirra; en þeir neyðast einungis til að vera svo
harðir í kenningu sinni kringumstæðanna vegna, og af því það
eru ekki menn, sem þeir eiga við að berjast. Thiers, sem í bök
sinni De la Propriété hefur ágætlega sýnt vitleysur og mötsagnir
sameignarinnar og samlagskenningarinnar —• hann og vinir hans
ern þá á hinn bóginn svo, að þeir öldungis ekkert vilja gjöra til
að ráða úr hinum almennu bágindum, en láta sjer næga að hafa
gert augljósa heimsku mótstöðuinanna sinna, og vilja, í stað þess
að rjetta hönd til sátta og reyna til að benda öðrum á hina rjettu
leið, einungis afmá mótmælendur alla og bæla þá niður. Hvaða
föðurlands ást er nú slíkt, og hver getur búist við góðu þegar
cnginn vill láta undan ? Hinir eru þó þeim mun betri með öllum
vitleysum sínum, að þeir margir vilja einlæglega koma einhverju
góðu til leiðar; en það er einmitt ólán Frakklands, að þeir eru
svo fáir, sem bæði hafa vit og vilja til að koma þvi fram á skyn-
samlegan hátt. Jiessvegna lítur líka mikla byltingin frakkneska
heldur út sem voðaleg hefnd enn sem eiginleg stjórnarbót. Og
þó engir geti verið fúsari enn vjer á að játa, að slík hefnd hafi
fullkomlega verið makleg hinum gjörspilltu og vesælu hirðsnápum
á Frakklandi, sem öll mannleg tilfinning var dáin hjá og með
tilveru sinni smánuðu nafn höfðingja — þá getur oss þó ei fund-
ist hefndin ein vera nóg, ef menn strax á eptir lenda í sama
þrældóminum aptur sökum fákænsku sinnar. En að það hafi verið
dugleysi oddvitanna að kenna að Frakkar aptur urðu ófrjálsir,
þarf varla að efa, því þó inenn vildu álíta draumamanninn Robes-
pierre fyrir hina holdguðu rjettvísi, þá geta menn þó ekki neitað
því, að aldrei hefur nokkur keisari stjórnað hcimskulegar enn
hann. Og þó eru enn margir menn , sem halda að slík aðferð
tjái í stjórnar efnum. Proudhon, sem eiginlega ekki er af neinum
llokki en gefur eins sairilagsmönnum og öllum óðrum dauðann og
djöfulinn, er þó á því að allir menn eigi að vera jafnir ^ekki að
eins hafa jafnan rjett) og meðan sú skipan ei sje ákomin, sjeu
menn illa farnir. Aðal-kenning hans cr þessi: “eign er þjófna-
ður,” og við eign og eignarrjett kveðst hann munu berjast alla
æfi sína, því þar sje hin eiginlega undirrót alls ills. Hann er eigin-
lega hreinn hugsunar maður , sem “hið almenna” er allt en ein-
staklingurinn ekkert; einn af þeim, sem ei vilja sjá eikurnnr fyrir
skógnum, og ímynda sjer að þeir geti drekkt bágindum “alls” í
blóði hvers einstaks. En það er heiðarlegt við Proudhon, að hann
umsvifalaust segir það, sem hugsan hans sýnir honum að rjett sje,
og játar þvi hreinlega, að hann t. a. m. öldungis ekki vilji hafa
neina stjórn: skynsemin ein eigi að ráða — og mcð furðanlegu
hugsunarafli liðar hann líka í sundur og sýnir mönnum mótsagn-
irnar i mannslífinu. En hverjir hafa ei fundið til þeirra og þó