Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 128
130
NORBURFARI.
land eins og dhöndulegur skrokkur, sem seglalaus lá rígbundinn
með ótal akkersfestum inni í höfn, og stýrimaður þó alltaf kveið
að mundi slitna upp. jjessu geysimikla ríki, sem enn er mönnum
eins og lokuð bók, verða stjórnendurnir alltaf að halda saman með
mörgum hundruðum þúsundum hermanna, og eins miklum leigðum
embættismannna her; og þo meiga þeir aldrei vera óhultir, því
þeir finna með sjálfum sjer að þeir geta ei fyrr verið vissir um
að hinn niðurbældi andi ei einhvern tíma rísi móti þeim, enn þeir
væru búnir að útrýma og eyða öllum skynsemi gæddum skepnum
í ríki sínu — og hverju væri þá að drottna yfir? jjað er sú til-
hugsan, sem má kvelja alla harðstjóra, að þeir vita að harðstjórnin
eiginlega ber dauða sinn í sjálfri sjer, og því eru þeir í raun og
veru ófarsælastir allra manna. A Rússlandi hefur það afskræmi
alls höfðingjaríkis, sem aldrei verður útmálað nógu illa, embættis-
mannavaldið Cbureaukratíi&J náð þeirri fullkomnan, sem það aldrei
hefur haft síðan griska ríkinu var kollvarpað í Byzantium af grimm-
um, en þó mannlegri harðstjórum enn þeim, sem áður höfðu
drottnað þar og nú hafa látið anda sinn ganga í arf til hins rúss-
neska ríkis. Hvað geta menn ímyndað sjer naprara heldur enn
þessi sálarlausu verkfæri, sem ei hafa tilfinningu fyrir öðru enn
glórauðu gulli, og í embættismanna og njósnarmanna líki eru útbreidd
um allt landið? Allt er á Rússlandi gert með mútum; frá lægsta
tollþjón allt upp til keisarans eru allir keyptir og seldir, og hver-
jum hefur Czarinn sjálfur selt sig? En þó geta menn ei annað
enn furðað sig á hvað lengi þetta hefur tollað saman, og keisararnir
smátt og smátt eptir fyrirsögn Pjeturs mikla þokast áfram að hinu
lengi eptirþreyða miði: Miklagarði, hinni fyrirheitnu borg Rússa.*
En það kemur af því að með allri spillingu hafa Czararnir sjálfir
þó hingað til optast verið duglegir menn, sem hafa kunnað að
velja sjer góð verkfæri. Jieir hafa aldrei sparað nein meðöl til
að útviðka ríki sitt, sem þó í raun og veru er á sandi byggt.
Bæði trúna og þjóðernið hafa þeir brúkað, allt eplir því, sem
kringumstæðurnar buðu, og þeir hafa ei látið á sjer standa með
að ákalla guð “hins heilaga Rússlands.” Alla frjálslynda og
veglynda menn, einkum úr Póllandi, hafa þeir “í nafni Krists”
sent austur í eyðimerkur Síberíu, af því þcir þóttu ei bera nöga
virðingu fyrir “hinum guðdómlega Czar”. Hinni grisk-katólsku
trú eiga þeir því hægra með að nota sjer af, sem upplýsingin er
minni hjá játendum hennar og þeir allir álíta hinn rússneska ein-
vald sem kyrkjuhöfðingja sinn, sem nokkurskonar páfa: menn
hafa jafnvel sjeð bónda í Dalmazíu falla á knje fyrir mynd Niko-
lásar og tilbiðja hann. Slafa í Tyrklöndum og Austurríki espa
þeir í nafni þjóðernisins, en einginlega þó allt til þess að breiða
út “hið heilaga ríki” sitt, sem eitt á að vera fært um að gera
menn sæla. Jafnvel hinum nýja wladyka Svartfellinga Petro
* E])tir i vi sem rássneskur inaður Ivan (jolorine sjálfur segir, hefur
þessi Imnsan svo lengi verið alinn hjá hinni riissnesku þjóð, að hið alinenna
nafn á Constantinópeí meðal alþýðu er Czargrad þ, e. Czargarður. L’Europe
fíeroh/iitínnaire. 5. 140. París 1849,