Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 104
106
NORBURrARI.
borg hjeit þó meS þeim, og fann ósjólfratt, a5 þeir höfðu gott
mál. J»eir komu aptur til Pesthar 20. September gramir í hug,
og sögðu frá erindislokum. þ)á sagði ráðaneytið strax af sjer,
nema Szemere einn átti að verða eptir til að undirskrifa útnefnd-
arbrjef nýs ráðaneytis með Stefání palatinus. En þegar þau
skilaboð komu frá erkihertoganum, að hann þyrfti einskis með-
hjálpara til að velja sjer nýja ráðgjafa, þá skyldu allir hvað undir
byggi; því þetta var öldungis ólögleg aðferð, og Stefán ætlaði svona
að fara að, að fá sjer ráðaneyti sem hirðinni væri cptirlátt enn
hirti ei um rjett landsins. Kossuth, sem þá var sestur 1 þing-
mannssæti sitt, blöskruðu þessi svik, hann tók stól sinn og setti
aptur í skyndi fyrir framan hið auða ráðgjafaborð, og sagði:
“Hver dirfiát að reka mig úr þessu sæti? Enn er Kossuth ráð-
gjafi — Szemere segi af sjer, jeg skal skrifa undir með Stefáni.
Nú sje jeg glögglega vjelráð þeirra, og hvilíkan háska þau búa
oss —• en þau skulu verða að öngu í Ungverjalandi.” Frá því
þetta atvik varð, þurfti ei að hvetja Kossuth; úr því hann einu
sinni var búinn að sjá að allt voru undiriögð svikaráð, var enginn
ötulli enn hann og með óbugandi trausti gekk hann á fram
götu sína. 'þingið beiddi erkihertogann eptir uppástungu hans að
gerast oddvita liðsins móti Jellachich, því það hefði mest áhrif;
því hjet hann og, og fór með sveit sína til Stuhlweiszenburg, og kvaðst
ei skula bregðast Magyörum þó allir brigðust þeim. Daginn eptir
kom þinginu sú fregn, að Jellachich væri rjett kominn að Stuhl-
weiszenburg. Allir litu til Kossuth’s: “Kossuth, hættan færist
nær!” En hann stökk strax á fætur, þreif ungverskan fána af
forsetastólnum og sagði: “Hver fer með mjer, jeg fer til Körös
lil að skcra þar upp herör, þaðan lengra útí hjerað til að segja
mönnum hersöguna.” Nær því þriðjungur þingmanna bauðst til að
fara mcð honum, og hann fór bæ frá bæ, þorp úr þorpi til að
kalla menn til vopna. Magyarar þustu undir merki hans, því
þeir eru herskáasta þjóð, og til dæmis um hvernig Kossuth hvatti
þá setjum vjer hjer ræðu, sem hann hjelt 4. Octóber í Szegedin
við Theiss í Suður-Ungverjalandi:
“Lýður Szegedins! prýði þjóðar minnar, stoð hins mótlætta,
margsvikna fósturlands míns, með viðkvæmni hnegi jeg mig
fyrir þjer! — Jiegar jeg fór að nálægast borgina kveið jeg því að
mjer mundi verða þungt að tala, en nú þegar eg sje íbúa Szege-
dins kvíði jeg eg ei lengur, hjer þarf ei á orðum að halda, en eg
Íagna og undrast yfir yður. — Til annara borga fór eg í nafni
ingsins og landvarnarnefndarinnar til að vekja hug hjá mönnum,
en hingað kom eg að eins til að dást að hugprýðinni, og vænt þyki
mjer nú að sjá hinn samhuga móð, sem háski landsins vekur í
hjörtum Szegedinsmanna.” — — —. “Jiegar háskim nálægðist
fór mörgum að hugfallast afþeim, sem þjóðin þó hafði trúað fyrir
frelsi sínu og sjálfræði; þeir örvæntu um endurlausn hennar, og
kváðu daga Magyara talda — en jeg sagði það væri ei satt.