Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 14
16
NORBURFARl.
tímanum og mcnntan annara þjóða, scm vísimlamanninum jafnan
er áríðandi að hafa hliðsjón af.
Ef við ættum okkur bókasölumann i Reykjavík, hyggjum vjer
að örðugleikar þeir sem nú eru á sölu íslenzkra bóka og aðdrátt-
um útlenzkra rita, mættu að miklu hverfa. Vjcr ætlustum til, að
bókasölumaður sje hagsýnn og kænn verzlunarmaður; að hann eigi
kunnugt um allt land, skriQst á og sje í sambandi við alla, sem
hann á nokkura kaupa að von; að hann láti prenta bækur á sinn
kostnað, borgi fyrir ritgjörðir og kaupi prcntunar rjett af rithöfund-
um; að menn eigi að því vísu að ganga, að jafnan fáist hjá honum
hver íslenzk bók, sem á annað borð er fáanleg. Vjer ætlustum til
að hann ritist á við útlenda bóksölumenn, sje í sambandi við þá
og hafi jafnan byrgðir af þeim, útlenzkum bókum, sem hann getur
átt nokkura von á að selja á Islandi; það ætlum vjer honum og
að kaupa fásjeðar og sjalðgæfar íslenzkar bækur, er ella mundu
tortínast, og að hann sendi þær íslenzkar bækur, er prcntaðar eru á
Islandi bókasölumönnum þeim, er hann á kunnugt við í útlöndum:
því opt getur svo á staðið, að útlendir menn vilji eignast íslenzkar
bækur, og í Kaupmannahöfn t. a. m. eru eins og allir vita margir
Islendingar, sem nu verða að eiga það undir hendingu hort þeir
fá að sjá nokkra islenzka bók, sem útkemur í Reykjavík eður ei;
og má þó búast við að þeir flestallir mundu kaupa þær, ef hingað
væru sendar.
Nú er að skoða það, hvert sá er gjörast vildi bóskali í Reykja-
vík, mundi geta haft nægilega atvinnu af bókaverzlaninni: því
ella væri öngum til þess ráðandi. t Til eru þeir menn er eigi hafa
grætt alllítið fje á bókasölunni á Islandi, og þó að eins fengist
við að selja einstöku bækur, og eigi eins og vjcr mundum æskja,
alskonar bækur innlendar og útlenzkar, nýjar og gamlar. fietta
er í sjálfu sjer næg sannan fyrir þvf, að bókasölumaður i Reykja-
vík mætti hafa ábata á henni; því ef einn getur grætt á verzlan-
inni þá verður líka annar með sömu atburðum og sjeðleika að
geta það; en til þess að færa frekari sönnur á mál vnrt, bendum
vjer hjer á hiðrhclzta. Eins og nú er, er eigi alllítið af útlenzkum
bókum selt á Islandi, og salan mundi eflaust verða margfalt
meiri ef eigi væri svo örðugt um útveganina á þessuin bókum.
I Reykjavikur látinuskóla og í presta skólanum, eru, auk kennara
beggja skólanna, til samans hjerumbil 70 piltar. fjeir þurfa jafnan
við lærdómsbóka; og eigi væri það trúlegt, að þeir ei vildu
unna innlendum manni í Reykjavík ábatans, eins vel og bókasölu-
mönnum I Kaupmannahöfn, er þeir þó fengju bækurnar með líku
verði á hvorutveggju staðnum: og það því heldur, sem þeir ættu
hægra með að fá haganlegri borgunar tima í Reykjavík enn í Kaup-
mannahöfn. En mcð liku verði getur bókasölumaðurinn i Reykjavik
selt bækurnar sem bóksalar I Höfn, ef hann er í sambandí við út-
lenda bóksölumenn, því bókasölumcnn gefa ætíð hver öðrum þá
þokkabót, sem er langtum meiri enn sú, er þcir gefa nokkrum