Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 62
61
NORBURFAIU.
J>essar þjóðir í Wologda og Perm búa 90000 Vogúlarog fáeinir
Ostja kar; þcir þykjast vera ein og sama þjóð og kalla sig með einu
nafni Mansi—■ eru skyldir Magyörum að máli, en ólíkir að útliti.
Nú höfum vjer lauslega getiS allra þjóða, sem í Ev-
rópu búa, og þó stutt hafi verið yfir farið, þá kann þó mörgum
að finnast svo, sem vjer höfum verið helzt til langorðir. þrctta
kann líka að nokkru leiti að vera satt, því vjer vitum, að oss
varla muni hafa tekist að segja mart það, sem ei væri áður kunn-
ugt — að minnsta kosti flestum þeim, sem til mennta hafa
verið settir; og það er æfinlega leiðinlegt að láta segja sjer það,
sem menn sjálfir vita langtum betur. En á hinn bóginn höldum
vjer þó líka, að þeir sjeu ei helður svo fáir, sem ei þekki svo
vel til þjóðaskipunar í Evrópu, að þeir eigi hægt með að átta sig
í öllu því sem nú viðber, og skilja hvernig á því stendur; því
varla mun nú nokkrum detta í hug að neita því að þekking til
þjóðanna sje nauðsynleg til að geta metið það, sem framfer í
löndonum ■—• einkum á þessum timum, þegar svo opt er skír-
skotað til þjóðarviljans, og flestir breita, eða þykjast breita í nafni
hans. Oss fannst því ófært að þá menn skyldi með öllu vannta
upplýsingar um svo mikilvægt efni, — en þá vorum vjer lika undir
eins neyddir til að reyna að gefa þær sjálfir; því svo er lítið um
nýari íslenzkar bækur, að vjer vissum ekki eina, sem menn gætu
fengið af nokkurn vegin greinilega hugmynd um þjóðir þær, sem
i Norðuralfunni búa. Og þó vjer vel vitum að þessi þáttur ekki
nema ofboð ófullkomlega geti bætt úr þessum skort, þó hann því
í vissu tilliti bæði sje of langur og of stuttur, þá er augnamiði
hans fullkomlega fullnægt ef honum tækist að vekja eptirtekt manna
á því: að það er eins áríðandi að kynna sjer þjóðaskipanina i
löndonum, eins og þá skipan, sem einstöku mönnum hefur þóknast
að gjöra. jvegar menn fara að sjá þetta betur, þá erum vjer líka
sannfærðir um að einhverjir muni verða til að bæta úr því mikla,
sem honum er ábótavant, og kenna Islendingum betur þjóðafræði
enn vjer crum færir um. Nú sem stenður verðum vjer að vísa til
hans, og biðja menn að nota hann svo vel sem þeir geta næsta
þætti til upplýsingar; því í honum ætlum vjer heldur að skýra
frá þjoða hreifingonum sjálfum og þeim almennings vilja, sem lengi
hefur verið í undirbúningi en einkum á hinu siðasta ári hefur rutt
sjer svo til rúms, að það vcrður aldrei mögulegt að bæla hann
aptur niður með sverðum og hervirkjum nema um stundar sakir —
vjer ætlum heldur að reyna að skýra frá þessu, enn takast á hendur
að semja annál yfir alla viðburðina.
beírra uin ógnarlega iniísaliópa, sem Haíi eytt allt Iand, ekki sjeu annað enn
d»misaga uppá gra’ðgi önnskra þjóða. Pessar árásir eiga mí reyndar að
vera eldri enn ölf saga nær, en ef það er satt, að Formnenn hafi með Jötun-
heiinuin ineint Finnland og ef johin keinur af að cta, þá er lijer undarlegt
sainrmmi inilli ótta Slafa fyrir græðgi Finna, og þess nafns, sein Norð-
inenn gáfu þeiin.