Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 73
FRELSIS HREIFINGARNAR.
75
raðaði öllu vel niður og vildi ei gera neina tilraun til að ráðast
á uppreisnarmenn fyrr enn hann vissi að allt var í góðu lagi;
sagt er hann hafl sagt það hafi fellt aðrar stjórnir, að þær hafl
ætlað að fara með upphlaup í Parísarborg eins og hvert annað
upphlaup, þvi það tjáði ei að búast við því öðruvísi enn reglu-
legri orrustu. Vjer viljum hjer ei takast á hendur að segja frá
hinum blóðuga bardaga, sem nú hófst í borgar götonum; það er
nóg að geta þess, að hann stóð yfir í þrjár nætur og daga, og
var beggja megin barist með þeirri hinni frábæru hreysti, sem
Frakkar optar hafa verið annálaðir fyrir — og að tala hinna
föllnu var milli 13 og 15 þúsunda manna. En þær voru fyrstar
aileiðingar bardagans, að stjórnarnefndin lagði niður öll völd og voru
þau fengin i höndur Cavaignac — hann kvaðst ei annars geta
bjargað borginni, því í slikum háska mættu ei margir skipa. Með
stjórnarnefndinni lagði Lamartine líka niður völdin, eptir að hafa
stjórnað Frakklandi í fjóra mánuði á merkilegustu og óróamestu
tímum, og beytt af mörgum boða þar sem skjer voru til beggja
handa Hvaa sem svo má segja um stjórn hans að öðru leiti,
þá getur enginn neitað þvi að hann i Febrúar frelsaði Frakkland
frá óstjórn og innbyrðis striði. Menn gleymi því ei þegar hann
talaði móti rauða fánanum, og svo mikill ofsi, sem þá var í hug-
sunum manna, er hann þó hinn einasti, sem hefur stjórnað Frakk-
landi vopnalaust og hermanna síðan byltingin varð — því hann
gat ekki stjórnað með öðru enn áliti sínu og orðum. En hvort
hann hafi verið því vaxinn að stýra skipinu svo nærri veðrinu
sem unnt var án þess að steyptist — um það verða seinni tímar
að dæma; nú er nóg að vita, að hann þegar á þurfti að halda var
sendur eins og friðarboði til að halda í skefjum ólmustu mönnum
og lægja ákafasta óveður.
Hin mikla orrusta var unnin, en fátæktin og eymdin ekki
afmáð fyrir því — og hefði líklega ekki heldur orðið það þó upp-
reisnarmenn hcfðu sigrað, svo menn þessvegna víst hefðu getað
sparað það blóð , sein nú ei varð til annars enn að vökva götum
Parísar, og glæða þá von hjá harðstjóronum að þeir gætu aptur náð
einveldi sínu og sigrast á þegnum sínum eins og Cavaignao á
óeirðamönnonum. Af því uppreisninni var svo aðdáanlega stjðrnað
og allir voru svo samtaka, fóru menn að halda að hún væri gjörð
eptir samanteknum ráðum merkismanna, og farið var að gizka
á gnll frá Englandi, Rússlandi, Louis Philippe o. s. frv. En það
var ei nema hugarburður; engin merki um stórkostleg samtök
hafa fundist, og fyrir gull og silfur berjast menn ei uppá líf og
dauða i sex dægur samfleytt. jþað var ekki nema örvinglan og
sultur, sem knúði mennina til svo háskalegs uppátækis, og hin
meðfædda hernaðar kunnátta Frakka, sem stjómaði öllu.
jiegar friður var á kominn lagði Cavaignac aptur niður
völdin, en þingið valdi hann þá í einu hljóði til forseta í nýju
stjórnarráði, og tók hann því. Valdi hann sjer þá ráðaneyti, og