Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 130
132
NORBURFARl.
dýflissu án pess að hreifa legg eða lið. Betur tókst mönnura pó
í Bilkarest, því þar varð landshöfðinginn Bibesko í Júní að láta
undan beiðni manna í öllu og vcita Blökkumönnum slikt hið sama,
sem bræður þeirra höfðu krafist í Jassy. En strax á eptir flúði
hann þö, eptir boði verzlunarfulltrúans rússneska, og tók aptur öll
loforð sín. j)á var sett bráðastjórn í Bukarest og allt gekk svo
vel og friðsamlega, að aldrei hafði slíkur friður verið á Blökku-
mannalandi sem nú, eptir að Bússar voru farnir. jbegar svona
var komið sendi “hið háa port” Omer Pasha með herlið, og með
honum Suleiman Pasha, verzlunar-ráðgjafann í ðliklagarði, til
að semja við Blökkumenn. Suleiman var skynsamur maður og
vildi gjarna losa löndin undan vernd Rússa en halda þeim þó við
Tyrkland, og skrifaði því til Bukarest að Soldán væri fús á að
viðurkenna stjórnarbót þá sem gjörð hefði verið, en bráðastjórnina
gæli hann ei viðurkennt. Hún lagði þá strax fúslega niður völdin,
en í hina nýju stjórnarnefnd voru nær því allir hinir sömu valdir
sem í hinni höfðu verið. Samt Ijet Suleiman sjer þetta lynda, og
fór að öllu uppá hið bezta, svo þegar hann hjelt innreið sína í
Bukarest tóku allir honum með mesta fögnuði. jþetta líkaði nú
ei Rússum, og þeir komu því með hótonum til leiðar í Miklagarði,
að Suleiman Pasha var kallaður aptur og Fuad-EITendi sendur í
hans stað og sagt að hlýða ráðum Duhamels. Hann Ijet á sjer
skilja að hið háa port yrði að fara svona að sökum þess að stjórn-
irnar í Evrópu styrktu það ei sem þyrfti móli Rússlandi, og
þegar Blökkumenn Ijetu í ljósi óánægju sína kallaði hann Omer
Pasha með liðið inn í Bukarest 25. September. X>á tókst orrusta,
sem borgarmenn höfðu miður í, en sjálfur tókst Fuad-Effendi
iandstjórnina á hendur ásamt Duhamel og bojarnum Kantakuz en o.
Nú fór sem Rússa keisara líkaði, þegar Tyrkjar slátrúðu mönnum
fyrir hann, en samt Ijet hann hershöfðingja sinn Liiders fara
með eitthvað 50000 manna inn í landið til að styrkja vald sitt þar.
Hve stnánarlega þetta lið fór með landsmenn, með því að rupla
og ræna vistum, þar sem Tyrkjar þó guldu allt út í hönd, getum
vjer ei verið að telja upp: það er nóg að vita að mart bezta fólk
varð að stökkva úr landi og bændur að flýja til fjalla um hávetur
til að forða eignum sínum. En það er ei líklegt að Czarinn sleppi
nú aptur bráð sinni svo strax ef honum verður mögulegt að halda
henni: svo lengi hefur Rússa langað til að ná fyrir fullt og fast
þessúm likli að Tyrklandi og Miklagarði. En hvert það væri
heiminum betra að þeir drottnuðu þar enn Osmans niðjar cr
heldur enn ekki efasamt; víst er það að fyrsta afleiðingin yrði
verzlunar ófrelsi fullkomið við þessi lönd, sem þá yrðu mönnum
eins lokuð og Czarsríkið nú er, og að illir stigamenn þá væru
lagstir á leiðina til Austurlanda. Sumir eru reyndar að hlakka til
þessa sökum “sigurs þess, sem kristindómurinn þá inni,” ef
Rússum tækist að reka Tyrkja út úr Evrópu; en vjer getum ei
sjeð hvað kristilegt er í því, að þjóðir komist úr einni ánauðinni