Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 129
FRELSIS HREIFIRGARNAR.
131
Petrovich II. geldur Nikolas árlega fje til að útbreiða ríki sitt
þar suðurfrá, en honum hefur þó enn orðið lítið ágengt með hinar
rússnesku breytingar sínar, sem hann kallar endurbætur, sökum frels-
isanda hinnar litlu þjóðar og faslheldni við hið forna. Kn ekki heldur
á þessu ári voru þeir Níkolás og þjónn hans Nesselrode iðjulausir.
Fyrst ámeðan allt var í uppnámi drógu þeir reyndar inn klærnar,
en unnu þvi betur í leyni og girtu landið allt með hermanna hring,
bæði til að sjá um að ekkert þeim skaðlegt gæti komist inn, og
eins til að hafa her á takmörkum ef tækifæri gæfist að senda hann
út fyrir þau. Jiað gafst þeim líka fyrst háskalaust í Moldá og
Blökkumannalandi, og hinum svo nefnda verndarmanni sínum eiga
nú Rómúnar að þakka fyrir allar þær kvalir og þjáningar, sem
þeir verða að þola. Síðan eptir friðin í Adríanópel hafa þessi
landshöfðingjadæmi átt að heita frjáls; þau áttu að gjalda Soldáni
skatt, en Rússland skyldi sjá um að þeim aldrei væri gert rangt
af honum, og engin breyting mátti vera gjörð á lögum þar nje
stjórn án samþykkis þess. Jietta var nú svo kallað sem bæði löndin
stæðu undir vernd Rússlands, en í raun og veru var það ekki
annað enn að þeim var stjórnað frá St. Pjetursborg. Rússnesku
verzlunarfulltrúarnir' í Jassy og Bukarest voru hinir eiginlegu
stjórnendur Dónálandanna, sem Nikolás hafði falið á hendur þar
að riðja veginn til Miklagarðs. Haspodararnir (landshöfðingjarnir)
í báðum löndum voru ekki annað enn keypt verkfæri hans. jjví
þó svo væri ákveðið í Béglement organique (landslögonum frá
1830) að þingið skyldi velja þá, þá sátu ei á þessu þingi nema
eintöm kvikindi Rússa keisara: þeir af bojörum og byskupum,
sem hann ljet velja og vissi að hægt var að fá á sitt mál með
gulli. Á þenna hátt voru löndin í tvöfaldri ánauð, þar sem
landshöfðingjarnir á aðra hlið píndu þau til að gjalda Soldáni skatt
og rússneskir erindisrekar hinsvegar ræntu þau og rupluðu. jjað
var því engin undur þó helztu mönnum meðal Blökkumanna grem-
dist þetta athæfl ; og gremjan óx eptir því sem þeir menntuðust
betur, og þá fór að langa til að reyna að sameina aptur alla
Rómúna í hinni fornu Daciu. Eins og svo margir aðrir hjeldu
þeir nú eptir Febrúar byltinguna að tími sinn væri kominn, og í
April söfnuðustmargir höfðingjar saman í húsi Maurokordatos
stórbojars til að ráðgast um að senda bænarskrá til Iandshöfðingjans
Stourdza, sem mjög var hataður, þess efnis að veita þeim frjáls-
ari stjórn og öldungis afsegja hina þungu rússnnsku vernd. En
i stað þess að svara Ijet hospodarinn, eptir skipan rússneska
erindisrekans, Duhamels hershöfðingja, stríðsmanna flokk um-
kringja húsið og handtaka þá , sem inni voru; og svo kjarklausir
voru þá borgarmenn í Jassy að þeir Ijetu draga oddvita sína í
* .Svo kölluin vjer eonsul því oss finnst það fimnitt lýsa Pinbætti þeirra : í
nafni lands síns að sjá uin að þegnar þess nái rjetti súunn 1 verzlunar mál-
efnuin á þeim stað sein þeir eru settir. Vjer sjáum reyndar að blöðin, sein
koma ilt í Reykjavík liafa verzlunarfulltrui uin faclor, en þar fuinst oss
langtum betur eiga við: verzlunarumboðsmaður eða þá uinboðsinaður eintómt.
i2