Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 152
154
NORBUKFAUI.
safna þar nýju liði og 11. Marz kom hann að öllum óafvitandí
aptur að Hermannstadt, og rak bæði Puchner og Rússa burt úr
borginni. ]já e'1' 'iann Þa ótrauður til Kronstadt og rak þá þaðan
þann 20. og útum Ranðstöplaskarð inn í Blökkumannaland: Puchner
lagði niður herstjórnina, og lið hans leitaði hælis og skjóls bakvið
hersveitir Luders. jjannig var Bem búinn alveg að hreinsa Sjö-
bargariki, og bæla niður uppreisn Blökkumanna, svo hann gat
nú snúið sjer móti Banatinu og Serbum með því snarræði og
ötulleik, sem hann allstaðar sýndi. jiar hafði Kisz dregið sig
með lið sitt inn í kastalann Peterwardliu er Serbar þrengðu að
honum, en nú tók Bem strax Orsova og bjóst til að fara honum
til hjáipar. Austurrlkismenn sjálfir hjálpuðu honum líka ágætlega
með því að styggja Serba, er þeir afsettu Stratimirowich, og settu
þýzkan mann Leiningen í hans stað fyrir hið nýja hersisdæmi.
Perzel hafði framan af vetrinum varist í Bakony-skógi, en hjelt
þaðan þegar á fór að líða til Bacshjeraðs, tók Zenta 27. IVlarz og
rak Nugent úr Zombor þann 30., og hreinsaði svo það hjerað.
Meszaros var óheppnastur, og Schlick vann mikin sigur yfir honum
4. Janúar við Kaschau, svo hann varð að hörfa undan. Sökum
þessa ósigurs komst Görgey í mesta háska, því hann var þá með
lið sitt í norðvesturhorninu við Schemnitz ogKremnitz, og var nú
hætt við að hann yrði aðskilinn frá meginhernum. Vínarblöðin sögðu
þá líka að stríðið væri senn heiðarlega endað, og að Görgey hefði boðist
til að gefast upp með tilteknum skilmálum, en Windischgratz hefði
vísað honum frá með þeim orðum, að hann talaði ei við upprcis-
narmenn. Víst er það að Görgey gafst ei upp, en hafði sig með
dugnaði og kænsku úr þessum vanda: sjálfur ofsóttur af óvina
liði fór hann á eptir Schlick um fjalllendið, og kom sjer svo fyrir
með kænlegum snúningum að hann í Marz gat sameinað sig við
aðalherinn fyrir austan Theiss. Beggja megin við ána er mýrlendi
og heiðar illar yfirferðar fyrir ókúnnuga menn, svo Austurríkismenn
gátu aldrei komist yfir hana — Schlick komst lengst að Tokay,
og var þá líka rekinn aptur. EnDembinsky hafði farið yfir Theiss í
Febrúar, og Windischgratz, sem þá hafði herbúðir sínar í Gyön-
gyöns, sendi strax Wrbna móti honum til Kapolna, en fór
sjálfur á eptir mcð meginherinn þann 26. j>á stóð í tvo daga
hin fyrsta merkilega orrusta milli Austurríkismanna og Ungverja —
milli 4000 og 5000 manna lágu fallnir á vígvellinum, þó fleiri af
Windischgratz. En hvorugur gat þó eiginlega hrósað sjer af
sigrinum, því Dembinsky fór til baka yfir Theiss og Windisch-
grátz settist aptur að í Buda. Kossuth var sjáifur viðstaddur í
orrustunni við Kapolna.
Af kastölum höfðu Austurríkismenn náð Leopoldstadt og
Eszeck við Drave — hinum síðara svo að foringjar setuliðsins,
sem flestir voru Austurríkismenn, fengu með kænsku aðalforingjann
Casimir Batthyany til að fara í áriðandi crindi til Kossuths, og
notuðu svo tímann meðan hann var burtu til að gefast upp. I