Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 106
JOS
NORBURFAltl.
chich, byrjaði reyndar að semja við hann, cn ekkert varð úr peirri
viðureign; þeir töiuðast ei einu sinni við, en sendu aðeins hver
öðrum skilaboð sín. Erkihertoginn fór því við svo búið til Stuhl-
weissenburg aptur, og um nött hins 25. flúði hann til Vínarborgar
og afhendti keisaranum aptur palatinus-embiKtti sitt. Jietta var nú
þvert á móti því, sem hann hafði lofað, að bregðast ei Ungverjum
þó allir brigðust þeim. En hjer var ei nema um tvennt að velja
fyrir hann, annaðhvort að verða fjandmaður ættar sinnar eða
svíkja landið, sem hann hafði svarið trúnað, en ættingjar hans
höfðu ásett sjer að eyðileggja með prettum og vjelráðum. Stefán
valdi hið síðara, en vjer lofum öðrum að dæma um hvað ráðvandur
og einhuga maður mundi hafa gjört. Nú hafði hirðin lausar hön-
dur, og þegar Batthyany og fjelagar hans voru alveg búnir að
segja af sjer, nefndi keisarinn Vay barón til æðsta ráðgjafa síns;
hann var illa liðinn og þá í Sjöborgaríki, svo hann gat ei komið
strax. jvetta var því undireins ei gott, en þó látum vjer það vera
því aðferðin var enn lögleg. En strav á eptir 25. Septembcr
útnefndi keisari Lamberg greifa, herstjóra í Preszburg til
land- og herstjóra yflr allt Ungverjarjaríki. Svo var tilætlast að
hann, þegar búið var að veita honum full ráð bæði yfir Króötum
og Magyörum skyldi sætta þá svo sem hirðhyskinu líkaði bezt.
jjessi aðferð var nú með öllu óleyÐleg, því þarsem lögleg stjórn
er eins og á Ungverjalandi má konungur ei gera neitt nema með
samþykki ráðaneytis síns, og Ferdínandur var enn ei búinn að
fá sjer neitt. Lamberg hikaði líka fyrst við að taka við þessu
erindi, en hirðin hætti ei fyrr enn hún gat komið ólánsmanninum
á stað: átti hann að reyna að fá Batthyany eða einhvern úr gamla
ráðaneytinu til að samþykkja val sitt. Pulszky hafði strax sent
til Pesthar og látið þingið vita hvað um var að vera í Vínarborg
svo að það þann 27. var búið að álykta að val Lambergs skyldi
vera ógilt, og var með því ónýtt allt áform hirðarinnar og erind-
isreki hennar gat ei lengur orðið háskalegur. En í Pesth hafði þetta
þó ollað miklu uppþoti, og þegar Lamberg daginn eptir ók yfir
brúna frá Buda til Pesth, til að hitta Batthyany, rjeðist skríllin
að honum og myrti hann hræðilega. jiví var nú við að búast að
hirðin mundi kenna Kossuth og vinum hans um þetta morð, en
ekkert er heimskulegra enn það, því það gerði Ungverjum meiri
skaða enn gagn. Lamberg lifandi var ei hættulegur fyrir þá, en
af vofeiflegum dauða hans var hægt fyrir fjendur þeirra að nota
sjer illmannlega, ef þeir hefðu ei verið af illa ræmdir fyrir til
þess að nokkur tryði þeim. J>að var skríllinn einn og ótilkvaddur,
sem myrti Lamberg; hann vissi ei hvað hann gerði, og blóð
hins dána eins og svo margra annara verður því að koma yflr
keisaraættina.
Um sama leiti og þetta varð vann Moga sigur yflr Jellachich
29. á heiðinni við Stulweissenburg; en af því hann sjálfur var