Norðurfari - 01.01.1849, Blaðsíða 9
ALjlING as sumri.
11
bezt fari hjá oss, og J»á eru þess öll líkindi, a5 leið sú, er til
sannleikans leiðir, verði oss eigi lokuð.
A jafnrjetti getum vjer aldrei reist alþing vort, nema því
að eins a5 hver maður njóti þess rjettar, sem hann er tilborinnj
en til þess erum vjer Islendingar allir bornir, að vjer erum fje-
lagar hins sama þjóðfjelags. Af þessu leiðir, að vjer höfum allir
jafnan rjett til að taka þátt í málefnum þessa fjelags, undir eins
og vjer erum allir jafnskyldir, að hlýðnast lögum þess. En hvernig
geta menn orðið þessa rjettar aðnjótandi ncma með almennum
kosningarrjetti? Hann er hin bezta og traustasta undirstaða als þjóð-
frelsis, og til hvers er að hagga henni nauðsynjalaust, einungis
til að stæla eptir öðrum? Astæður þær, sem annarstaðar hafa
komið mönnum til að binda kosningarrjett á ýmsa vegu, eiga
hvergi við á Islandi, því bæði fjáreign og menntan er þar miklu jafnar
skipt enn í öllum öðrum löndum, og siðir og hugsunarhættir Is-
lendinga hníga allir að þvl, að þeir ekki gera stóran greinarmun
hver á öðrum. Jiað er því sannfæring vor að almennur kosning-
arrjettur eigi bezt við á Islandi, en það köllum vjer almennan
kosningarrjett, þegar hann ei er bundinn við annað enn lögaldur
og óflekkað mannorð. Jietta er hin einasta skynsamlega takmörk-
un á kosningarrjetti, og þess vegna getum vjer heldur ei fallist
á hjegóma þann, sem Danir hafa tekið eptir Jijóðverjum og al-
þing síðasta aptur eptir þeim, að einskorða kosningarrjettinn við
þrítugsaldurinn; því það er hlægileg ósamkvæmni í lögonum, að
viðurkenna, með því að veita almennan kosningarrjett, að fullur
andlegur þroski sje hið einasta, sem hann verði bundinn við, og
þó hinsvegar láta sjer hjer ei-nægja þann aldur, sem þau sjálf-
annars setja sem fullþroskaaldur — lögaldurinn.
fiar sem kosningar eru frjálsar verður og kjörgengi að vera
að öllu óbundið, ella verður kosningarrjetturinn í rauninni ekki
annað enn leikur, því frelsi kosninganna er einmitt í því fólgið,
að hver megi kjósa þann mann, sem honum er hugþekkastur,
án þess honum sjeu settar nokkrar reglur fyrir því, hvernig þessi
maður eigi að vera. Slíkar reglur verða heldur eigi settar með
neirni sanngirni, því álit hvers einstaks kjósanda getur verið svo
ýmislegt, en það er einmitt þetta álit hans, sem á að koma fram
I kosningonum, annars eru þær ei frjálsar nema að nafninu. Vjer
álítum því rjett, að ekki að eins allir þeir, sem hafa kosningar-
rjett, eigi að vera kjörgengir, heldur og að kjósendur eigi að hafa
frjálst vald til að kjósa þá menn, sem eigi hafa náð lögaldri, ef
þeim bíður svo við að horfa; því það, að skynsamir menn, sem
komnir eru til vits og ára, treysta honum til að tala máli sínu,
er einmitt bezta sönnunin fyrir því, að honum bagi ei æska.
Jiessi tvö atriði, frjáls kosningarrjettur og kjörgengi, eru
máttarstólpar góðra kosningarlaga og þingsetningar, og vjer vonum
því, að Islendinger láti enga telja sjer trú um hið gagnstæða,
hvorki á þingi nje útan þings. En þess útan er það mjög áríð-